Ég og Kim Kardashian

Árni prédikaði í Laugarneskirkju:

Samfélagsmiðlarnir eru leikvöllur. Leikvöllur sjálfsins. Þar sem við drögum upp mynd af okkur sjálfum og myndum tengsl á grundvelli þess. Við skrifum, birtum myndir, tökum þátt í samtali. Oftast undir eigin nafni, stundum undir dulnefni.

En þeir eru meira. Þeir eru líka vettvangur samfélagsins til að hugsa upphátt sem hópur. Og þeir geta skapað samkennd og tilfinningu fyrir því að við getum/megum/eigum að taka þátt og fyrir því að við séum hluti af einhverju sem er stærra – jafnvel miklu stærra – en við erum sjálf.