Örvænting, upprisa og uppvakningar

Haraldur Hreinsson fjallar um sjónvarpsþættina The Walking Dead í nýrri grein á vef Deus ex cinema:

Við skynjum að í þessum nýja, ógurlega heimi er enn eitthvað til sem heitir réttlæti og góðvild og við sjáum áhrifamikil dæmi um eitthvað sem við gætum kallað miskunn, fórnfýsi og fyrirgefningu. Þó fólkið sem við fylgjumst með glími við erfiðleika sín á milli þá sjáum við að innan hópsins ríkir kærleikur, vinátta og samstaða.