Þar sem gleði og depurð búa saman

Gleði og Depurð í kvikmyndinni Inside Out

Þessa dagana er teiknimyndin Inside Out sýnd í kvikmyndahúsum hér á landi. Hún fjallar um það sem gerist innra með okkur mannfólkinu – tilfinningalífið. Í brennidepli er samspil tveggja tilfinninga: gleði og depurðar.

Boðskapur myndarinnar er að til að lífið sé í jafnvægi þurfi þessar tvær tilfinningar að vera í jafnvægi. Þar sem gleðin ein ræður verður manneskjan meðvirk, þegar depurðin hefur yfirhöndina verðum hún þunglynd. Þar sem gleði og depurð haldast í hendur verður til jafnvægi sem getur leitt til hamingju.

Þetta er lexía um lífið og jafnframt góður boðskapur inn í heimilislífið. Heimilið og fjölskyldan sem þar býr eiga nefnilega að vera staðurinn þar sem við getum upplifað allan tilfinningaskalann og verið örugg. Um leið á heimilið að vera staður þar sem við þurfum ekki að bera sársaukann og depurðina í lífinu ein og staður þar sem við getum deilt og upplifað hina dýpstu gleði með öðrum.