Menu

árni + kristín

hjón, foreldrar, prestar

Sjö svarthvítar hversdagsmyndir

Ég fékk áskorun um að birta sjö svarthvítar myndir á instagram. Úr urðu sjö innlit í hversdaginn okkar í Genf.

1 Gucciglugginn við strætóstoppið

Við eina strætóstöðina okkar er Gucci verslun með gluggum sem eru prýddir litríkum gínum. Það getur verið gaman að skoða þá meðan beðið er eftir strætóbílnum.

#blackandwhitechallenge day 1/7 ping @albinhillert

A post shared by arni (@arnisvanur) on

2 Í þagnarklaustri

Við heimsóttum Grand Chartreuse klaustrið á dögunum. Það er í Frakklandi og hefur verið aðsetur þagnarmunka um aldir. Klaustrið var viðfangsefni kvikmyndarinnar Into Great Silence sem margir þekkja.

#blackandwhitechallenge day 2/7 ping @bonygaardlarsen

A post shared by arni (@arnisvanur) on

3 Hjól við Cornavin

Brautarstöðin Genf heitir Cornavin og báðu megin við hana má alltaf finna fjölda reiðhjóla. Hjólið er jú besta leiðin til að ferðast um borgina.

#blackandwhitechallenge day 3/7 ping @unnurbalaka

A post shared by arni (@arnisvanur) on

4 Kross á vegg

Það var alveg magnað að ganga um klaustrið í Grande Chartreuse, íhuga hrynjandi klausturlífsins. Mínimalisminn réð ríkjum, líka á veggjum.

#blackandwhitechallenge day 3/7 ping @iris_benesch

A post shared by arni (@arnisvanur) on

5 Morgunbirtan við Genfarvatn

Þegar ég hjóla í vinnuna er oft freistandi að staldra við á Mont-Blanc brúnni og horfa til fjallanna. Svart-hvít myndin nær engan veginn að endurspegla litadýrðina.

#blackandwhitechallenge day 5/7 ping @thormundur

A post shared by arni (@arnisvanur) on

6 Hugmyndir á bók

Það er gott að ganga með ofurtölvu í vasanum, en mér finnst líka gott að hafa með gamaldags glósubók til að skjalfesta hugmyndir haustsins – í máli og myndum.

#blackandwhitechallenge day 6/7 ping @oladottir

A post shared by arni (@arnisvanur) on

7 Blómið heima

Á eftirmiðdegi lék sólin við blómið okkar og varpaði fallegum skugga á veginn. Bók náttúrunnar er líka mikill innblástur.

#blackandwhitechallenge day 7/7, ping @ivarskupcis

A post shared by arni (@arnisvanur) on