Árni Svanur

Biblíublogg 26: Biblían er á toppi vinsældarlistans

Í toppsæti vinsældarlista Rásar 2 þessa vikuna trónir lagið Af ávöxtunum skuluð þér þekkja þá með Jónasi Sigurðssyni og ritvélum framtíðarinnar. Lagið var frumflutt í mótmælum á Austurvelli í nóvember og gefið út á þessu ári. Í textanum er vísað í tollheimtumenn (sbr. Matt 9.10), sannleikann (sbr. Jóh 18.38), aldingarðinn Eden (sbr. 1Mós 2-3), gullkálfinn (sbr. 2Mós 32) og svo auðvitað orðatiltækið „af ávöxtunum skuluð þér þekkja þá“ sem er sótt í 7. kafla Matteusarguðspjalls:

Varist falsspámenn. Þeir koma til yðar í sauðaklæðum en innra eru þeir gráðugir vargar. Af ávöxtum þeirra skuluð þér þekkja þá. Hvort lesa menn vínber af þyrnum eða fíkjur af þistlum? Þannig ber sérhvert gott tré góða ávöxtu en slæmt tré vonda. Gott tré getur ekki borið vonda ávöxtu, ekki heldur slæmt tré góða ávöxtu. Hvert það tré, sem ber ekki góðan ávöxt, verður upp höggvið og því í eld kastað. Af ávöxtum þeirra skuluð þér því þekkja þá. (Matt 7.15-20)

Þannig getum við sagt að Biblían tróni á toppi vinsældarlista Rásar 2.

Sá Golíat Davíð?

Malcom Gladwell:

Well, it turns out that there’s been a great deal of speculation within the medical community over the years about whether there is something fundamentally wrong with Goliath, an attempt to make sense of all of those apparent anomalies.

Ein tilgátan sem Gladwell nefnir er að Golíat hafi þjáðst af því sem er kallað acromegaly, einn fylgikvilli þess sjúkdóms er döpur sjón. Það getur því vel hugsast að Golíat hafi ekki séð Davíð.

Biblíublogg 25: Maríukjúklingur

Biblíumatur er bragðgóður og hollur. Í uppskriftirnar er notað hráefni sem var til á tíma Biblíunnar. Sigurður Árni Þórðarson, sóknarprestur í Hallgrímskirkju, er einn þeirra sem hefur eldað Biblíumat og sagt frá honum í ræðu og riti. Þessi uppskrift er sótt á vefinn hans.

Maríukjúklingur fyrir fjóra

Maríukjúklingur

Maríukjúklingur.

4 kjúklingabringur
4-6 hvítlauksgeirar
1 tsk kúmmín
1,5 tsk túrmerik
1 tsk kanill malaður
Salvía, helst fersk annars þurrkuð
1 stór rauðlaukur
3 skalottulaukar (sbr. Askelon en líka oft kallaður vorlaukur á íslensku)
Sítrónubörkur rifin með rifjárni
Safi úr einni sítrónu (helst lífrænni) ca 70 ml. má líka vera appelsínubland
150 gr. spínat
300 ml. grænmetiskraftur
10 döðlur – langskornar. Mega líka vera fíkjur/sveskjur í staðinn.
Maldonsalt
Heslihnetur – til skreytingar

Maldonsalt og olía á heita pönnu. Kjúklingurinn á pönnuna og meira maldon yfir sem og salvían. Laukurinn skorinn fínt og steiktur, settur við hlið kjúklingabitanna. Kryddað yfir allt og sítrónubörkur yfir. Ekki síðra að leyfa síðan standa í sólarhring í kæli. Sítrónuvökvi, spínat og hnetur yfir og síðan fært í ofn eða pott og látið malla í fjörutíu mínútur. Gæta að vökvinn fari ekki allur, bæta við vatni ef sósan er að verða of þykk. Borið fram með soðnu bulgur (eða byggi eða kúskús).

Verði þér að góðu.

Vinstri, kristni, hræsni

Giles Fraser:

Hypocrisy is an accusation often levelled at two groups in particular: lefties and the religious. And the thing that both these groups have in common is that they both want to employ a moral vision to redesign the world. Which opens the possibility of professing a position that one fails fully to live up to – ie hypocrisy. Indeed, unless one is a saint, I cannot see how it is possible to be a Christian and not a hypocrite. To my mind, this hypocrisy is a near inevitable consequence of taking any sort of moral stand.

Fraser fléttar saman kristni, vinstriáherslur í pólitík og hræsni um leið og hann minnir á að við eigum að taka afstöðu og gera kröfur, til okkar sjálfra og annarra, jafnvel þótt við getum ekki alltaf risið undir þeim.

Biblíublogg 24: Hugleikur og heimsendir

Opinberun eftir Hugleik Dagsson

Tveir rammar úr myndasögunni Opinberun eftir Hugleik Dagsson.

Myndasagan Opinberun eftir Hugleik Dagsson fjallar um það þegar nokkrar geimverur setja upp sjónvarpsleikrit – eins konar raunveruleikasjónvarp – sem er byggt á Opinberun Jóhannesar. Það er síðasta bókin í Biblíunni, hún fjallar um heimsslit og geymir margar afar myndrænar lýsingar.

Það er bæði forvitnilegt og gagnlegt að lesa bókina, ekki síst fyrir það hvernig hún bregður ljósi á bókastafstúlkun á Biblíutextunum. Í meðförum Hugleiks er það beinlínis spurning um líf og dauða.