Megas syngur Passíusálmana

Megas syngur Passíusálmana.

Ég kíkti á æfingu fyrir Passíusálmatónleika morgundagsins. Megas söng og Magga Stína og stúlknakórinn með. Hljóðfæraleikarar töfruðu fram fallega tóna. Andi Hallgríms var yfir og allt um kring.

Blogg

Megas syngur

Image
Nói í örkinni
Kvikmyndir

Nói vekur spurningar

Nói er mættur í bíó. Það er verðlaunaleikstjórinn Darren Aronofsky sem færir okkur kvikmyndina Nóa í samstarfi við hasarhetjuna Russel Crowe og fleira gott fólk að ógleymdu ævintýralandinu Íslandi. Nú er sagan sem við höfum heyrt um það bil eittþúsundsinnum í sunnudagaskólanum orðin að stórmynd á hvíta tjaldinu. Þetta er Biblíumynd. Hún er umdeild eins margar slíkar. Við höfum nefnilega skoðanir á biblíusögunum því þær skipta okkur máli.

Lesa áfram

Standard
Blogg

Nói – vísanir

Kvikmynd Darren Aronofsky um Nóa er frumsýnd hér á landi í lok mars. Þetta er áhugavert efni fyrir okkur sem erum að fást við trúarstef og Biblíuna í kvikmyndum. Ég ætla að safna saman vísunum á umfjallanir um Nóa á eina síðu. Bætið endilega við í ummælum ef þið sjáið eitthvað sem ég hef misst af. Lesa áfram

Standard
Bíó og Biblía í Egilstaðakirkju

Bíó og Biblía í Egilstaðakirkju.

Ég heimsótti Egilsstaði fyrr í mánuðinum og hitti þar presta, fermingarbörn og foreldra og flutti erindi um bíóið og Biblíuna. Þessi mynd var tekin stuttu áður en fyrirlesturinn hófst, þegar við vorum búin að stilla öllu upp. Kirkjuveggurinn og hvíta tjaldið runnu saman og krossinn yfir altarinu rammaði myndflötinn inn.

Blogg

Bíóið og Biblían á kirkjuveggnum

Image