Bæn fermingarbarnanna í Laugarneskirkju

Viltu vera með samfélaginu okkar yfir jólin. Viltu styðja okkur í því að gera Ísland að kærleiksríku heimili fyrir alla sem þar eiga heima.  Amen.

Á aðventukvöldinu í Laugarneskirkju voru fermingarbörnin í einu af aðalhlutverkunum. Þau gengu inn í kirkjuna með kertaljós, klædd í hvíta kyrtla, sungu. Nokkur þeirra stigu líka fram og báðu fyrir hönd safnaðarins. Þetta er ein af bænunum þeirra og við gerum hana að okkar bæn í dag.

Gallery

Aðventuáskorun

Jóhanna æskulýðsfulltrúi í Langholtskirkju hitti krakka úr Langholtskirkju á dögunum. Hún skoraði á þau og það er ástæða til að taka undir þessa áskorun:

Þannig að nú ætla ég að koma með smá aðventu-áskor­un. Hvað segið þið um að við sam­ein­ust öll um að gera eitt góðverk heima fyr­ir áður en við för­um að sofa í kvöld? Það þarf ekki að vera risa­stórt eða taka lang­an tíma, það get­ur verið til dæm­is að fara úr með ruslið, ganga frá eft­ir kvöld­mat­inn eða gefa gamla fólk­inu óvænt gott faðmlag og koss á kinn.

Aðventuáskorun

Skólinn, kirkjan og aðventan – nokkrar vísanir

Á þessari aðventu hefur verið mikið rætt um vettvangsferðir skólanna í landinu í kirkjurnar. Okkur langar að safna saman vísunum á efni sem hefur verið skrifað á einn stað, til að auðvelda yfirsýn og hjálpa okkur að skilja rökin sem eru notuð. Það mun því bætast við færsluna eftir því sem á líður.

Pistlar

Fréttir

Ps. Í vísun felst engin afstaða til efnis pistlanna, þetta er bara tilraun til að ná utan um umræðuna. Lesandinn athugi það.

Skólinn, kirkjan og aðventan – nokkrar vísanir

Jafn gott og jólalögin

Það er gaman að ganga um miðbæinn í Reykjavík árla dags eða þegar liðið er á daginn á aðventunni. Þá birtist ljóslifandi hugmyndaauðgi fólksins sem starfar í verslunum og hefur skreytt hús og glugga.

Jólatré úr ljósi
Ljósjólatré í verslun í miðbænum.

Fallegar skreytingar lyfta hug í hæðir rétt eins og uppáhalds jólalög og sálmar gera. Ég fann þetta jólatré sem er gert úr gamaldags ljósaperum á Skólavörðustígnum. Þetta er bæði snjöll og falleg útfærsla.

Image

Eitt hundrað sjötíu og sex orð um sparnað og svita

Það er inni að hjóla í Reykjavík.

Sífellt fleiri kjósa hæga lífsstílinn og hjóla til og frá vinnu allan ársins hring. Reiðhjólið er líka ein einfaldasta og skjótvirkasta aðferðin til að auka ráðstöfunartekjur heimilisins verulega. Það getur jú munað allt að 100 þúsund krónum á mánuði að vera á bíl eða hjóli þegar allt er talið með.

Ljós á reiðhjóli
Í skammdeginu þurfa að vera góð ljós á hjólinu.

Sumir klæða sig í hjólagalla, gjarnan úr spandexi, fara í sérstaka hjólaskó, og stíga svo upp á létt og hraðskreitt götuhjól sem má nota til að komast hratt og örugglega milli staða.

Aðrir vilja vera í skrifstofugallanum og velja sér þyngra borgarhjól með færri gírum. Á slíku hjóli situr hjólreiðamaðurinn uppréttur, tekur á sig mikinn vind og kemst hægar yfir, en fær um leið tíma til að upplifa og íhuga meðan á ferðinni stendur.

Allir njóta þess að upplifa borgina okkar frá öðru sjónarhorni og renna sína leið framhjá umferðarteppunum milli átta og níu og fjögur og fimm. Koma kannski svolítið sveittari heim en alveg örugglega glaðari.

Eitt hundrað sjötíu og sex orð um sparnað og svita

Þú ert of mikilvægur til að fara ekki í fæðingarorlof

Í Fréttablaðinu og á Vísi í dag er sagt frá því að færri feður fari í fæðingarorlof en undanfarin ár. Samkvæmt fréttinni hefur hlutfallið lækkað úr 90% í 77% frá 2009 til 2014. Þetta eru slæmar fréttir. Mig langar því að birta hér á blogginu stutt bréf til nýbakaðra feðra sem eru að velta fyrir sér hvort þeir eigi að fara í fæðingarorlof eða ekki.

Heiðbjört Anna leikur sér meðan.
Þetta er Heiðbjört Anna sem naut þess að vera með pabba og mömmu í fæðingarorlofi.

Kæri faðir.

Ég hef þrisvar sinnum verið í fæðingarorlofi. Þetta hefur alltaf verið góður tími. Ég veit að hann hefur skipt mig miklu máli og er viss um að dæturnar hafa notið hans líka. Ég er líka sannfærður um að þetta hefur haft heilmikil áhrif á samband okkar.

Staðreynd málsins er sú að tíminn okkar með börnunum okkar skiptir máli. Árin líða hratt og fyrr en varir eru þau orðin hálffullorðin og við höfum misst af mótunarárunum. Ég á því aðeins eitt ráð til þín sem ert að velta fyrir þér hvort þú eigi að taka fæðingarorlof:

Ekki hugsa þig um tvisvar. Farðu í fæðingarorlof og njóttu þess með börnunum þínum og fjölskyldunni.

Að eiga þrjá eða fleiri mánuði með barninu sínu eru nefnilega forréttindi. Vinnan getur beðið og verkefnin líka. Barnið getur hinsvegar ekki beðið.

Þú ert of mikilvægur til að fara ekki í fæðingarorlof