Árni Svanur

Jón, séra Jón og skólareglurnar

Ragnar Þór Pétursson kennari um skólana, sólmyrkvann, gleraugun og gjafirnar:

Nær væri að nefna að fyrir utan hið augljósa, að þessar fráleitu reglur þarf að setja á höggstokkinn strax í dag, þá er ástandið í grunnskólum Reykjavíkur orðið pínlega vandræðalegt þegar kemur að öllum þessum misráðna graut tillitssemi og ofverndunar. Sjálft Skóla- og frístundasviðið undanþegur sjálft sig öllum reglum um hverju halda megi að börnum. Dómgreind miðstýringarvaldsins er ekki dregin í efa – aðeins dómgreindir allra annarra. Þannig gengst borgin sjálf fyrir því að vekja athygli á tilteknum bókum á hverri vertíð. Skiptir þar engu þótt bækur séu söluvara og börnin neytendurnir. Og það eru ekki sérlega margar vikur síðan börnum í reykvískum skólum var safnað saman til að hlusta á Friðrik Dór syngja lagið sem hann vildi að þau fjármögnuðu til Austurríkis.

Það virðist ekki vera saman hvort Jón eða séra Jón mætir í skólana.

Tuttugasti og annar er vatnsdagur

22. mars er vatnsdagur

Í dag er alþjóðlegur dagur vatnsins. Þá er gott að rifja upp grundvallaratriði eins og þetta:

Kirkjan stendur föstum fótum í grundvallarskilningi sínum á því að vatnið sem grunnefni lífs og Guðs gjöf til allra, eigi aldrei að lúta markaðslögmálum eða gróðasjónarmiðum sem koma niður á almannahagsmunum. Hún leitar í sína eigin hefð að myndmáli og áherslum sem undirstrika samábyrgð okkar gagnvart hvert öðru og umhverfinu sem við tilheyrum. Þannig eru áþreifanleg vatnsmál tjáð með hugtökum guðfræðinnar og orðfæri trúarinnar.

Í beinni á Twitter og Meerkat

Meerkat er nýtt smáforrit fyrir snjalltæki sem er hægt að nota fyrir beinar útsendingar á netinu. Ég prófaði það í morgun, þetta er einfalt í notkun og virkar vel. Þegar þú byrjar útsendingu er það tilkynnt Twitter auk þess sem vinir þínir á twitter eða meerkat geta fengið tilkynningu í símann sinn eða spjaldtölvuna. Ég sé ýmsa möguleika til að senda út efni – þið fylgist bara með á @arnisvanur.

Góð fasta

Justin Welby, erkibiskup af Kantaraborg, tók þátt í samtali um það hvað væri góð fasta í samtímanum. Það er á netinu.

Þegar þú vaknar

Rowan Williams, fyrrum erkibiskup af Kantaraborg:

So: the regular ritual to begin the day when I’m in the house is a matter of an early rise and a brief walking meditation or sometimes a few slow prostrations, before squatting for 30 or 40 minutes (a low stool to support the thighs and reduce the weight on the lower legs) with the “Jesus Prayer”: repeating (usually silently) the words as I breathe out, leaving a moment between repetitions to notice the beating of the heart, which will slow down steadily over the period.

Það er gott að byrja daginn á hreyfingu og það er gott að hefja hann á bæn. Enn betra er að flétta þetta tvennt saman eins og Williams gerir.

Beyonce, Sia og Sam Stone í Bústaðakirkju

Hljómsveit úr Tónlistarskóla Árbæjar syngur í fjölskyldumessu í Bústaðakirkju

Í æskulýðsmessu gærdagsins í Bústaðakirkju komu margir góðir gestir. Í hópi þeirra var hljómsveit skipuðu krökkum sem eru í Tónlistarskóla Árbæjar. Þau sungu þrjú popplög eftir Beyonce, Siu og Sam Stone og gerðu það virkilega vel. Það er gaman að þjóna í kirkjunni þegar maður hefur fólk með sér og það var svo sannarlega raunin í gær.

Fleiri myndir.