Blogg

Samtal um siðbót er útvarpsþáttur sem hóf göngu í sína í dag og verður á dagskrá fram í október. Þarna ætla Árni og Ævar Kjartansson, guðfræðingur og útvarpsmaður, að ræða við sérfræðinga í guðfræði og sögu siðbótarinnar. Gestur dagsins var dr. Gunnar Kristjánsson og í næstu viku kemur dr. Vilborg Auður Ísleifsdóttir í hljóðstofu. Sent út alla sunnudaga kl. 9:03 og er svo aðgengilegt í Sarpinum.

Samtal um siðbót

Aside
Það var gaman að ganga með krökkunum í ÆSKÞ í gleðigöngunni á laugardaginn.

Það var gaman að ganga með krökkunum í ÆSKÞ í gleðigöngunni á laugardaginn.

Myndir

#reykjavikpride 2014

Image
Prédikanir

Kærleikur í búningsklefanum

Vinur minn var staddur í sundlaug á dögunum. Hann synti og fór svo aðeins í pottinn og lét líða úr sér. Svo fór hann upp úr og þar sem hann stendur í búningsklefanum sér hann útundan sér tvo menn. Þetta voru stórir og vígalegir menn sem litu svona svolítið „mótorhjólatöffarahandrukkaralega“ út eins og hann orðaði það. Þeir voru að tala saman með talanda sem maður tengir við töffaraskap. Hann hugsaði svosem ekkert meira um það en þessi upplifun af gaurunum tveimur skapaði ákveðnar væntingar hjá honum.

Kærleikur í búningsklefanum, prédikun í Hóladómkirkju 3. ágúst 2014.

Standard
HM í knattspyrnu 2014
Prédikanir

Eins og stelpa

„Við erum stelpur og við getum allt sem við viljum gera,“ sungu stelpurnar í Hneta mínus einn. Þær hafa rétt fyrir sér. Textann þeirra má reyndar yfirfæra á stráka líka því þeir eiga ekki frekar en stelpurnar að þurfa að beygja sig undir staðalmyndir. Það á að vera hrós að segja við einhvern:

„Þú kastar eins og stelpa.“

Og það á líka að vera hrós að segja:

„Þú kastar eins og strákur.“

Eins og stelpa, útvarpsprédikun, 13. júlí 2014

Standard
Gleraugu í Berlín
Blogg

5+1 bók

Ég var lesandi vikunnar í Morgunglugganum á Rás 1 í gær. Sagði þar frá sex bókum sem ég er að lesa þessa dagana:

 • Original Strength: Regaining The Body You Were Meant To Have eftir Tim Anderson og Geoff Neupert
  Frábær bók um gildi þess að hreyfa sig eins og börn, alla ævi.
 • 100 Favourite Places eftir Slow Travel Berlin
  Eitt hundrað skemmtilegir staðir í uppáhaldsborginni okkar hjónanna. Við mælum með bók og borg!
 • Fortunately the Milk eftir Neil Gaiman
  Ævintýri í hversdagslífinu eftir uppáhaldshöfund.
 • The Target eftir David Baldacci
  Reyfari eins og þeir gerast bestir, gott og illt í svarthvítri framsetningu, með gráskölum samt.
 • The Rules: The Way of the Cycling Disciple eftir The Velominati
  Hjólareglur, hraði og spandex.
 • Sálmar 2013
  Hundrað sextíu og tveir nýir sálmar til að lesa og syngja.
Standard