Gleðidagur 50: Undir birkitré

Á hvítasunnudegi fyrir þremur árum gengum við í hjónaband. Sólin skein og lýsti upp daginn sem var alveg hreint dásamlegur, svona eins og slíkir dagar eiga að vera. Við nutum þess að undirbúa daginn saman. Frábæru fjölskyldurnar okkar lögðu líka sitt af mörkum til að allt yrði sem eftirminnilegast. Það tókst. Á brúðkaupsdegi koma fjölskyldur […]

Gleðidagur 49: Menntun fyrir lífið

Í vikunni fengum við að heyra að litli einhverfi kúturinn okkar hefur fengið skólavist í Klettaskóla næsta vetur. Það voru góðar fréttir fyrir hann og fjölskylduna alla. Þegar við heimsóttum skólann fyrr í vetur leist okkur vel á það hvernig börnunum er mætt. Þau eru eins og gefur að skilja býsna ólík og þarna fá […]

Gleðidagur 48: Ein ást

Í dag er alþjóðlegur baráttudagur gegn hómófóbíu og transfóbíu. Í tilefni dagsins viljum við deila með ykkur uppáhaldslaginu Same love eftir Macklemore og Ryan Lewis. Macklemore og Mary Lambert syngja fallegan ástaróð með beittum skilaboðum gegn fordómum gegn samkynhneigðum í vestrænu samfélagi. Hér nefna þau djúpstæðu fordómana, ljótu orðin og fallegu ástina. Myndbandið bætir svo […]

Gleðidagur 46: Þetta er vatn

Lífið getur verið rútínukennt og fullt af endurtekningum. Þá getur verið gott að staldra við og spyrjast fyrir um það sem er í umhverfinu okkar – svona svipað og ef gullfiskurinn spyrði út í vatnið sem hann syndir í. David Foster Wallace er uppáhaldshöfundur. Í dag viljum við deila með ykkur þessu myndbandi sem var […]

Gleðidagur 45: Stjörnstríð eða -friður?

Í vetur horfðum við á sjónvarpsþættina Big Bang Theory með stelpunum okkar. Það reyndist hin besta skemmtun og veitti skemmtilega innsýn vísindi og nördaskap. Eitt af því sem reglulega er fjallað um í þessum þáttum eru sjónvarpsþættirnir og kvikmyndirnar um Star Trek. Nýjasta Star Trek kvikmyndin var frumsýnd á dögunum og hún sver sig í […]

Gleðidagur 44: Sjö mínútur fyrir líkamann?

Það er gott að hreyfa sig á hverjum degi. Best er að flétta hreyfinguna inn í okkar daglega lífsstíl, til dæmis með því að ganga frekar en að keyra stuttar vegalengdir, hjóla í vinnuna, fara stiga frekar en að taka lyftu. Þið hafið lesið þetta allt. Á heilsubloggi á vef New York Times er kynnt […]

Gleðidagur 42: Fyrir alla sem ætla að ferðast í sumar

Í Hitchhikers Guide to the Galaxy segir frá samnefndri handbók sem er gagnlegur fylgifiskur allra ferðalanga um alheiminn. Þessi handbók geymir gagnlegar upplýsingar sem geta jafnvel bjargað lífi ferðalangsins og munu örugglega gera ferðina skemmtilegri. Í samtímanum er ferðahandbókin á formi snjallsíma sem ferðalangurinn virkjar með sim-korti til að hafa aðgang að margskonar upplýsingum sem […]

Gleðidagur 40: Hjólað í vinnuna og vinnunni

Í gær hófst heilsu- og hreyfingarátakið Hjólað í vinnuna. Árni smurði keðju og pumpaði í dekkin á gamla sænska herhjólinu sínu og tók það formlega í notkun sem aðalfarkost sumarsins. Hjólakeppnin stendur til 28. maí en að sjálfsögðu verður hjólað í allt sumar. Á fertugasta gleðidegi hjólum við og deilum með ykkur laginu Glow með […]

Gleðidagur 39: Besti vinurinn

Tíkin Tobba er nýjasti fjölskyldumeðlimurinn. Hún er á fyrsta ári og enn að læra á lífið. Hún er full af leikgleði og finnst gaman að upplifa lífið, sérstaklega með börnunum. Það er gaman að uppgötva heiminn í fylgd með besta vini mannsins, sérstaklega þegar maður er lítill. Á þrítugasta og níunda gleðidegi þökkum við fyrir […]