Þar sem gleði og depurð búa saman

Þessa dagana er teiknimyndin Inside Out sýnd í kvikmyndahúsum hér á landi. Hún fjallar um það sem gerist innra með okkur mannfólkinu – tilfinningalífið. Í brennidepli er samspil tveggja tilfinninga: gleði og depurðar. Boðskapur myndarinnar er að til að lífið sé í jafnvægi þurfi þessar tvær tilfinningar að vera í jafnvægi. Þar sem gleðin ein … Lesa Þar sem gleði og depurð búa saman

Rýnt í Hrúta

Kvikmyndin Hrútar eftir Grím Háskonarson var frumsýnd í Cannes fyrr í mánuðinum og á Íslandi í vikunni. Ég skrifaði stutta umfjöllun um myndina sem birtist á vef Deus ex cinema. Þar eru hliðstæður við Biblíutexta dregnar fram, en þær eru nokkrar í myndinni. Þetta er alveg frábær kvikmynd sem full ástæða er til að sjá í bíó. Lesa Rýnt í Hrúta

Nói vekur spurningar

Nói er mættur í bíó. Það er verðlaunaleikstjórinn Darren Aronofsky sem færir okkur kvikmyndina Nóa í samstarfi við hasarhetjuna Russel Crowe og fleira gott fólk að ógleymdu ævintýralandinu Íslandi. Nú er sagan sem við höfum heyrt um það bil eittþúsundsinnum í sunnudagaskólanum orðin að stórmynd á hvíta tjaldinu. Þetta er Biblíumynd. Hún er umdeild eins margar slíkar. Við höfum nefnilega skoðanir á biblíusögunum því þær skipta okkur máli.

Lesa „Nói vekur spurningar“

Kubbað á hvíta tjaldinu

Nema þér verðið eins og börnin sagði Jesús eitt sinn og hvatti til þess að við tækjum börnin okkur til fyrirmyndar. Í hverri skírnarathöfn lesum við svo um afstöðu hans til barnanna: Hann átaldi lærisveina sína fyrir að hleypa börnunum ekki að sér, tók þau sér í faðm og blessaði þau. Jesús vissi nefnilega hvað býr í börnunum: óendanlegir möguleikar, vonin í sinni tærustu mynd.

*

Ég fór í bíó með yngstu dótturinni í dag. Við sáum barnamyndina um Legókallana. Þetta er að sumu leyti dæmigerð saga um baráttu góðs og ills. Hópur góðra legókalla þarf að kljást við illan harðstjóra sem gín yfir öllu. Hann vill steypa alla í sama mót – vill að þeir fylgi leiðbeiningum og ber niður allt sjálfstæði og frumkvæði. Hann er kassa-legó-meistarinn. Hið endanlega markmið hans er svo að líma allan heiminn saman – svo enginn skemmi það sem hann hefur skapað. Lesa „Kubbað á hvíta tjaldinu“

Hvað er til ráða þegar barnið horfir of mikið á sjónvarp?

Handritshöfundurinn Mark Valenti bloggaði um sjónvarpsáhorf barna fyrr í þessari viku. Í bloggfærslunni sinni kynnti hann aðferð sem má beita til að draga úr sjónvarpsglápi barna. Útgangspunkturinn er sá að foreldri segir barni sínu að það megi horfa eins mikið á sjónvarp og það vill. Sá böggull fylgir þó skammrifi að fyrir hvern þátt eða … Lesa Hvað er til ráða þegar barnið horfir of mikið á sjónvarp?

Einelti og andhetja

Ég sá Aulinn ég 2 með börnunum í gær. Við kíktum í Sambíóin í Egilshöll og skemmtum okkur alveg konunglega. Til undirbúnings höfum við öll horft nokkrum sinnum á fyrstu myndina um Gru og félaga. Í þeirri mynd ættleiðir hann þrjár stúlkur, Margo, Edit og Agötu. Gru er, eins og flestir þekkja, algjört varmenni í … Lesa Einelti og andhetja

Kvikmyndirnar og lífið í Háskóla unga fólksins

Þemadagur um kvikmyndirnar og lífið

Í dag kenndum við á þemadegi um kvikmyndirnar og lífið í Háskóla unga fólksins. Þetta er í annað sinn sem við kennum þetta námskeið saman, en Árni hefur verið viðriðinn HUF frá stofnun skólans. Það er alltaf gaman að hitta kláru krakkana í háskólanum. Þau eru skörp og snjöll og full af áhuga. Við ræddum um það hvernig við horfum á kvikmyndir og hvernig þær hafa áhrif á okkur, töluðum um tilvistarstef í bíómyndum, ræddum um það hvernig Biblían birtist í bíómyndum og horfðum á nokkur tónlistarmyndbönd saman. Við nutum dagsins og þökkum kærlega fyrir okkur!

Lesa „Kvikmyndirnar og lífið í Háskóla unga fólksins“

Gleðidagur 45: Stjörnstríð eða -friður?

Í vetur horfðum við á sjónvarpsþættina Big Bang Theory með stelpunum okkar. Það reyndist hin besta skemmtun og veitti skemmtilega innsýn vísindi og nördaskap. Eitt af því sem reglulega er fjallað um í þessum þáttum eru sjónvarpsþættirnir og kvikmyndirnar um Star Trek. Nýjasta Star Trek kvikmyndin var frumsýnd á dögunum og hún sver sig í … Lesa Gleðidagur 45: Stjörnstríð eða -friður?

Mörkin hennar Míu

Síðustu daga höfum við enn á ný verið áþreifanlega minnt á ömurlegan veruleika barnaníðs og kynferðislegs ofbeldis sem þrífst m.a. fyrir sljóleika og sinnuleysi umhverfisins. Umfjöllun síðustu daga hefur varpað ljósi á hve samfélagið upplifðir sig ráðalaust og vanmáttugt þegar kynferðisofbeldi gegn börnum á sér stað, og bregst því ekki við sem skyldi. Ráðaleysið og … Lesa Mörkin hennar Míu