árni + kristín

Category: Kvikmyndir

Þar sem gleði og depurð búa saman

Þessa dagana er teiknimyndin Inside Out sýnd í kvikmyndahúsum hér á landi. Hún fjallar um það sem gerist innra með okkur mannfólkinu – tilfinningalífið. Í brennidepli er samspil tveggja tilfinninga: gleði og depurðar….

Rýnt í Hrúta

Kvikmyndin Hrútar eftir Grím Háskonarson var frumsýnd í Cannes fyrr í mánuðinum og á Íslandi í vikunni. Ég skrifaði stutta umfjöllun um myndina sem birtist á vef Deus ex cinema. Þar eru hliðstæður við Biblíutexta dregnar…

Haraldur Hreinsson fjallar um sjónvarpsþættina The Walking Dead í nýrri grein á vef Deus ex cinema:

Við skynjum að í þessum nýja, ógurlega heimi er enn eitthvað til sem heitir réttlæti og góðvild og við sjáum áhrifamikil dæmi um eitthvað sem við gætum kallað miskunn, fórnfýsi og fyrirgefningu. Þó fólkið sem við fylgjumst með glími við erfiðleika sín á milli þá sjáum við að innan hópsins ríkir kærleikur, vinátta og samstaða.

 

Nói vekur spurningar

Nói er mættur í bíó. Það er verðlaunaleikstjórinn Darren Aronofsky sem færir okkur kvikmyndina Nóa í samstarfi við hasarhetjuna Russel Crowe og fleira gott fólk að ógleymdu ævintýralandinu Íslandi. Nú er sagan sem…

Kubbað á hvíta tjaldinu

Nema þér verðið eins og börnin sagði Jesús eitt sinn og hvatti til þess að við tækjum börnin okkur til fyrirmyndar. Í hverri skírnarathöfn lesum við svo um afstöðu hans til barnanna: Hann…

The Set Menu

Við sáum þessa stuttmynd á dögunum í Electric Cinema í London. Hún var sýnd á undan aðalmyndinni Elysium sem var alveg mögnuð. Þessi er líka nokkuð glúrin.

Hvað er til ráða þegar barnið horfir of mikið á sjónvarp?

Handritshöfundurinn Mark Valenti bloggaði um sjónvarpsáhorf barna fyrr í þessari viku. Í bloggfærslunni sinni kynnti hann aðferð sem má beita til að draga úr sjónvarpsglápi barna. Útgangspunkturinn er sá að foreldri segir barni…

Einelti og andhetja

Ég sá Aulinn ég 2 með börnunum í gær. Við kíktum í Sambíóin í Egilshöll og skemmtum okkur alveg konunglega. Til undirbúnings höfum við öll horft nokkrum sinnum á fyrstu myndina um Gru…

Kvikmyndirnar og lífið í Háskóla unga fólksins

Í dag kenndum við á þemadegi um kvikmyndirnar og lífið í Háskóla unga fólksins. Þetta er í annað sinn sem við kennum þetta námskeið saman, en Árni hefur verið viðriðinn HUF frá stofnun…

Gleðidagur 45: Stjörnstríð eða -friður?

Í vetur horfðum við á sjónvarpsþættina Big Bang Theory með stelpunum okkar. Það reyndist hin besta skemmtun og veitti skemmtilega innsýn vísindi og nördaskap. Eitt af því sem reglulega er fjallað um í…

Fyndnasta, skemmtilegasta, besta, fallegasta og ágengasta Jesúmyndin

Kvikmyndavefurinn Svarthöfði bauð mér að taka saman lista yfir fimm uppáhalds Jesúmyndir í tilefni páskanna. Listinn birtist í dag og þarna er hægt að lesa um fyndnustu, skemmtilegustu, bestu, fallegustu og ágengustu Jesúmyndina.

Mörkin hennar Míu

Síðustu daga höfum við enn á ný verið áþreifanlega minnt á ömurlegan veruleika barnaníðs og kynferðislegs ofbeldis sem þrífst m.a. fyrir sljóleika og sinnuleysi umhverfisins. Umfjöllun síðustu daga hefur varpað ljósi á hve…

Older Posts »
Page 1 of 3