Menu

árni + kristín

hjón, foreldrar, prestar

Risaeðla í kirkjunni

Það er gaman í kirkjunni. Í gær rakst ég á litla risaeðlu sem skreið um kirkjugólfið.

The church is not a dinosaur, but sometimes you can find a dinosaur crawling in the church.

A photo posted by arnisvanur (@arnisvanur) on

Þetta er nú meira veðrið

Mynd 41 af 365. Þetta er nú meira veðrið.

Ljósmynd 25 af 365

Mynd 25 af 365 sýnir regndropa á bílrúðu. Veðrið var leiðinlegt í gær.

Upptekinn

Morgunbænir teknar upp á Rás 1
18. desember er sunnudagur og því hvíldardagur. Njóttu hans.

Rautt á hvítu

Rautt á hvítu. Mynd 12 af 365.

365 dagar í 365 myndum

Narnía í Reykjavík

Fyrir margt löngu (lesist: í júní 2004) skráði ég mig til leiks á ljósmyndavefnum flickr. Nokkrum sinnum hef ég fylgst með ljósmyndurum á flickr vinna 365 daga verkefni. Þau ganga út á að taka eina ljósmynd á dag og deila henni á vefnum. Þetta gefur skemmtilega innsýn í árið og er líka leið til að þroska sig sem ljósmyndara.

Í ár ætla ég að slást í hópinn og freista þess að taka 365 myndir. Fyrstu tvær hafa þegar birst. Við myndatökurnar ætla ég jöfnum höndum að nota snjallsímann og stóru myndavélina, allt eftir því hvað hentar hverju sinni.

Fylgist endilega með.

Myndin hér að ofan var tekin á öðrum degi ársins og sýnir Narníu í Reykjavík.

Kristín prédikar í Garðakirkju 31. ágúst 2014.
Kristín prédikar í Garðakirkju 31. ágúst 2014.

Kristín prédikar í Garðakirkju 31. ágúst 2014.

Það var gaman að ganga með krökkunum í ÆSKÞ í gleðigöngunni á laugardaginn.
Það var gaman að ganga með krökkunum í ÆSKÞ í gleðigöngunni á laugardaginn.

Það var gaman að ganga með krökkunum í ÆSKÞ í gleðigöngunni á laugardaginn.

Berlin July 2013

Við hlið uppáhaldsíbúðarinnar Süße Sünde á Weinbergsweg í Berlín er gleraugnabúð. Þar fást allskonar gleraugu, flókin og einföld, litrík og litlaus, kringlótt og kassalaga. Ég tók mynd.

Gengið á Móskarðahnúka

Þorgrímur Daníelsson, prestur á Grenjaðarstað, ætlar að ganga á þrjátíu tinda í ágúst. Tilefnið er söfnun þjóðkirkjunnar fyrir nýjum línuhraðli á Landspítalanum. Ég átti þess kost að ganga með honum á Móskarðahnúka fyrr í mánuðinum og tók þá þessa mynd af honum þar sem hann gekk niður af hæsta tindinum. Þorgrímur er mikill göngugarpur og það er gaman að fylgjast með honum í þessu verkefni.

101 Christmas

Það þarf ekki að fara á glamúrjólatónleika til að upplifa jólastemningu. Það er til dæmis hægt að rölta niður Laugaveginn og upp Skólavörðustíginn og dást að útsjónarsömum jólaskreytingum í gluggum.

Það er svo margt fallegt, ef að er gáð, þegar rölt er um miðbæinn þessa dagana.

Kristín Þórunn og Gunnar að lokinni guðsþjónustu

Á Pálmasunnudegi í fyrra var útvarpsguðsþjónusta í Reynivallakirkju. Þar þjónuðu Kristín og Gunnar og ég söng tenór og tók myndir.

Þá var minna vor en nú.