árni + kristín

Category: Tilbeiðsluráð

Tilbeiðsluráðin eru hugmyndir og innblástur sem nýtist í helgihaldi kirkjunnar og eigin bænalífi. Þessu er safnað saman úr ýmsum áttum. Fyrirmyndin eru „worship tricks“ enska guðfræðingsins Jonny Baker.

Morgunbænir kl. 6:36

Morgunbænirnar á Rás 1 eru á dagskrá klukkan 6:36 alla daga nema sunnudaga. Það kom í minn hlut að sjá um þær næstu tvær vikurnar. Fyrsta skiptið var í morgun og það síðasta…

Guð,
viltu hjálpa okkur að meta lífið
í öllum sínum fjölbreytileika,
meta það sem við þiggjum frá þér
og frá fólkinu sem við mætum.
Viltu minna okkur á að þakka fyrir allt
sem er svo reglulegur hluti af lífinu að lítum á það sem sjálfsagðan hlut
– og að þakka fyrir fólkið í kringum okkur og það sem aðrir gera fyrir okkur.

Guð, gerðu okkur þakklát í dag.
Amen.

Morgunbæn á Rás 1, 3. apríl 2013.

Ég trúi á GUÐ, skapara heimsins og alls sem er, sem skapaði konur og karla í mynd sinni og líkingu, sem skapaði heiminn og fól báðum kynjum ráðsmennsku jarðarinnar.

Ég trúi á JESÚ, son Guðs, hinn útvalda Guðs, sem var fæddur af konu, hlustaði á konur og kunni að meta þær, gisti í heimilum þeirra og talaði við þær um Guðsríkið, sem átti konur að lærisveinum, sem fylgdu honum og lögðu honum lið.

Ég trúi á Jesú sem talaði við konuna við brunninn um guðfræði og treysti henni, fyrst af öllum, fyrir því að hann væri Messías, og hvatti hana til að fara í þorpið og segja fagnaðarerindið – hún var fyrsta konan sem prédikaði fagnaðarerindið.

Ég trúi á Jesú, sem konan hellti ilmsmyrslum yfir og smurði hann sem Guðs útvalda í húsi Símeons, sem skammaði mennina sem gagnrýndu hana, sem læknaði konu á hvíldardeginum og gerði hana heila af því að hún var manneskja.

Ég trúi á Jesú sem líkti Guði við konu sem hafði tapað peningi og hreinsaði húsið allt í leit að honum.

Ég trúi á Jesú sem sá í meðgöngu og fæðingu líkingu fyrir breytingu, nýja fæðingu frá sársauka til gleði.

Sem var svikinn, krossfestur, yfirgefinn, og dó til að allt sem lifir mætti eiga líf í fullri gnægð.

Ég trúi á hinn upprisna Jesú, sem birtist fyrst konunum sem komu saman með Maríu Magdalenu, fyrsta postulanum, og sendi þær til að bera áfram boðskapinn undursamlega: „Farið og segið …“

Ég trúi á HEILAGAN ANDA, sem sveif yfir vötnunum við sköpunina og yfir jörðinni.

Ég trúi á heilagan anda, helgandi anda Guðs, sem leiðir okkur saman, safnar okkur og verndar, eins og hæna umvefur kjúklinga með vængjum sínum.Úr litúrgíu fyrir alþjóðlegan baráttudag kvenna.

Lectio Divina fyrir prédikarann

Við höfum verið að glugga í verk David Adam sem er viskubrunnur um kristna íhugunar- og bænahefð eins og hún hefur þróast í írskri og keltneskri trúarmenningu. Hann hefur meðal annars skrifað mikið…

Bæn við jólatréð – tilbeiðsluráð #1

Hér er hugmynd að stuttri stund við jólatréð, þegar ljósin eru tendruð, hvort sem er í kirkjunni eða heima. Hún samanstendur af örstuttri hugleiðingu, ritningarlestri, bæn og söng. Lykilþemu stundarinnar er ást Guðs…

Page 3 of 3
« Newer Posts