Ósíuð aðventa 10: Dagur mannvirðingar og mannréttinda

Tíundi desember, er mannréttindadagur Sameinuðu þjóðanna. Haldið hefur verið upp á hann frá árinu 1948 þegar Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna samþykkti Mannréttindayfirlýsinguna eða Heimsyfirlýsingu um mannréttindi eins og það var orðað á þeim tíma. #mannréttindi365 Þema dagsins 2015 er #mannréttindi365 (#rights365) sem er áminning um grundvallarsjónarmið Mannréttindayfirlýsingarinnar. Þar er gengið út frá því að mannréttindi er allra. Þau binda mannkynið saman sem … Lesa Ósíuð aðventa 10: Dagur mannvirðingar og mannréttinda

Ósíuð aðventa 6: Tvær milljónir fyrir umhverfið

Það er fallegt á Íslandi núna og þótt stundum sé þæfingsfærð þá verðum við áþreifanlega vör við lífsgæðin sem fylgja því að búa á hreina og góða landinu okkar. Hér er lítil mengun og mikið pláss og tiltölulega mikil lífsgæði. Hér er lítil fátækt og náttúrufegurð á heimsmælikvarða. Hér er gott að vera. Orkan okkar … Lesa Ósíuð aðventa 6: Tvær milljónir fyrir umhverfið

Ósíuð aðventa 4: Í hvaða röð eru aðventukertin?

Hvað heita kertin á aðventukransinum er spurning sem kemur oft upp á aðventunni. Þegar við rifjum það upp er gott að hafa í huga að kertin koma fyrir í tímaröð. Þannig vísa þau til sögunnar. Spádómskertið er fyrst, það vísar til spádómanna um fæðingu Jesú (t.d. Jes 9.5). Betlehemskertið er annað, það  sem vísar til staðarins þar sem … Lesa Ósíuð aðventa 4: Í hvaða röð eru aðventukertin?

Ósíuð aðventa 2: Þæfingur

Það er þæfingsfærð í höfuðborginni og víða um land. Snjónum hefur kyngt niður og þótt snjómokstri sé vel háttað verða til snjógarðar sem þrengja göturnar. Það er líka hált. Þetta hægir á allri umferðinni og stundum komumst við aðeins löturhægt – hvort sem ferðast er á bíl, strætó, hjóli eða fótgangandi. Lesa Ósíuð aðventa 2: Þæfingur