Menu

árni + kristín

hjón, foreldrar, prestar

Mbl ræðir við Agnesi og Sigurð Árna

Morgunblaðið hefur tekið viðtöl við Agnesi og Sigurð Árna sem voru efst í fyrri umferð biskupskjörs. Agnes leggur áherslu á fólk fái jákvæða afstöðu gagnvart kirkjunni og að kirkjunnar fólk séu góðar fyrirmyndir:

„Mér finnst skipta miklu máli að fólk fái jákvæða afstöðu gagnvart kirkjunni og finni það að við þjónar hennar viljum af öllu hjarta vera góðir þjónar og koma boðskapnum áfram til fólksins. Kirkjunnar fólk á að vera góðar fyrirmyndir, og við megum ekki gleyma því þegar við tölum um kirkjuna að hún er til vegna trúarinnar.“

Sigurður Árni leggur áherslu á barna- og unglingastarf kirkjunnar, ábyrga nýtingu fjármuna og stuðning við starfsfólk kirkjunnar:

„Ég mun fjölskyldutengja starfið og beita mér fyrir að takmörkuðum fjármunum kirkjunnar verði varið til þess málaflokks. Tekjur kirkjunnar eru almennt mjög skertar í landinu og það þarf að nýta féð gríðarlega vel … Ég mun beita mér sérstaklega í þágu presta, djákna og ábyrgðarfólks í kirkjunni þannig að það fái þann stuðning sem það þarf í sínum störfum.“

Hvaða skilaboð felast í niðurstöðunni í gær að mati frambjóðendanna tveggja? Agnes segir: „Mér finnst þetta vera greinileg vísbending um það að fólk vill fá konu í þetta embætti.“ Sigurður Árni segir niðurstöðuna vera til marks um nútímahugsun í afstöðu kjörmanna: „Þetta er skýrt kall eftir breytingum og kirkjan á að svara því. Kirkjan verður að sækja inn í framtíðina.“

Kynningarfundur í Glerárkirkju – bloggað í beinni

Nú er að hefjast kynningarfundur biskupsefna í Glerárkirkju. Þetta er síðasti fundurinn sem er haldinn. Ég ætla að reyna að blogga fundinn í beinni.

Átta frambjóðendur í biskupskjöri (meira…)

Kynningarfundur biskupsframbjóðenda á YouTube

Nú er hægt að horfa á upptökur frá kynningarfundi með biskupsframbjóðendum í vefsjónvarpi kirkjunnar á YouTube. Þetta er gott tækifæri til að kynnast frambjóðendum betur og fá innsýn í nálgun þeirra við ólíka þætti kirkjuskipulags og kirkjustarfs.

Peppmolinn

Einn frambjóðandinn í biskupskjöri gaf mér sælgætismola á Menntadegi PÍ í dag. Bréfið utan um molann geymdi peppskilaboð, í anda þess sem hefur mátt sjá frá nokkrum frambjóðendum síðustu vikurnar. Peppmolinn er sniðug og nútímaleg leið til að koma jákvæðri sýn á lífið á framfæri.

Framvinda biskupskosninga

Á kirkjan.is er búið að setja upp kynningarvef fyrir biskupskjörið. Þar er að finna yfirlit yfir framvindu kosninganna:
  • Kynningarfundir með frambjóðendum verða haldnir fyrir kjörmenn dagana 2 – 10. mars.
  • Kjörgögn verða að óbreyttu send út til kjósenda þriðjudaginn 6. mars. Frestur til að skila atkvæði er til 16. mars. Atkvæði póstlögð eftir þann dag eru ekki talin gild.
  • Kjörgögn verða send út til kjósenda föstudaginn 9. mars. Frestur til að skila atkvæði er til 19. mars. Atkvæði póstlögð eftir þann dag eru ekki talin gild.
  • Stefnt er að talningu atkvæða föstudaginn 23. mars.
  • Hljóti enginn meirihluta atkvæða verður önnur umferð þar sem valið er milli þeirra tveggja sem flest atkvæði hlutu.Verða þá kjörseðlar sendir að nýju til kjörmanna.
  • Stefnt er að biskupsvígslu sunnudaginn 24. júní 2012.

Uppfært 6/3: Nýjar upplýsingar bárust um það hvenær kjörgögn verða send út. 7/3: Réttar dagsetningar komnar.

Hrós dagsins fá frambjóðendur og þjóðkirkjufólk

Á hrósdegi viljum við lyfta fram frambjóðendum í biskupskjöri sem eru afar duglegir að tjá sig á netinu og þjóðkirkjufólkinu sem lætur samtalið um biskupskjör og kirkju varða sig. Yfirlitssíðan okkar er uppfærð daglega. Þetta bættist við í gær og í dag.

Eftir frambjóðendur

Eftir þjóðkirkjufólk

Svo er líka heilmikil umræða í Facebookhópnum Við kjósum okkur biskup sem er opinn öllu þjóðkirkjufólki.

Sr. Örn Bárður Jónsson

Sr. Örn Bárður Jónsson var áttundi frambjóðandinn í biskupskjöri. Þessa dagana birtum við myndir af öllum frambjóðendum í biskupskjöri.

Þessa mynd tók ég af Erni Bárði á málþingi í Neskirkju. Hann er fullur af hugmyndum og miðlar þeim vel í ræðustólnum.

Meira um biskupskjör 2012.

Sr. Gunnar Sigurjónsson

Sr. Gunnar Sigurjónsson var sjöundi frambjóðandinn í biskupskjöri. Þessa dagana birtum við myndir af öllum frambjóðendum í biskupskjöri.

Ég man ekki hvar ég tók þessa mynd af Gunnari, en fannst hún ágætlega heppnuð, líklega á prestastefnu. Eins og myndin ber með sér er Gunnar ekki bara sterkasti frambjóðandinn heldur líka sá skeggprúðasti.

Meira um biskupskjör 2012.

Sr. Agnes Sigurðardóttir

Sr. Agnes Sigurðardóttir var sjötti frambjóðandinn í biskupskjöri. Þessa dagana birtum við myndir af öllum frambjóðendum í biskupskjöri.

Þessa mynd tók ég af Agnesi á prestastefnu, líklega í Vídalínskirkju 2010. Mér þykir svolítið vænt um myndina því það er svo mikil kátína í andlitinu hennar.

Meira um biskupskjör 2012.

Sumarnámskeið fermingarbarna í Hafnarfjarðarkirkju 2011

Sr. Þórhallur Heimisson var fimmti frambjóðandinn í biskupskjöri. Þessa dagana birtum við myndir af öllum frambjóðendum í biskupskjöri.

Þessa mynd tók ég af Þórhalli á sumarnámskeiði fermingarbarna í Hafnarfjarðarkirkju. Það var gaman að fylgjast með krökkum og prestum og æskulýðsleiðtogum sem nutu samverunnar og fræddu og fræddust um trúna og lífið. Það geislaði líka af þeim gleðin.

Meira um biskupskjör 2012.

Sr. Bára Friðriksdóttir og sr. Þórir Jökull Þorsteinsson

Sr. Þórir Jökull Þorsteinsson var fjórði frambjóðandinn í biskupskjöri. Þessa dagana birtum við myndir af öllum frambjóðendum í biskupskjöri.

Þessa mynd tók ég af Þóri Jökli og Báru Friðriksdóttur á Prestastefnu hér um árið. Þau voru bæði með svo fín höfuðföt í prósessíunni til kirkju.

Meira um biskupskjör 2012.

Dr. Sigurður Árni Þórðarson

Dr. Sigurður Árni Þórðarson var þriðji frambjóðandinn í biskupskjöri. Þessa dagana birtum við myndir af öllum frambjóðendum í biskupskjöri.

Þessa mynd tók ég á fyrirlestri í Neskirkju sem var hluti af fyrirlestraröðinni Á nöfinni. Það var Framtíðarhópur kirkjuþings, sem Sigurður Árni leiðir, sem efndi til þessara fyrirlestra um kirkju og framtíð. Þarna er Sigurður Árni í essinu sínu, lifandi fyrirlesari með skarpa sýn.

Meira um biskupskjör 2012.