Morgunblaðið hefur tekið viðtöl við Agnesi og Sigurð Árna sem voru efst í fyrri umferð biskupskjörs. Agnes leggur áherslu á fólk fái jákvæða afstöðu gagnvart kirkjunni og að kirkjunnar fólk séu góðar fyrirmyndir: „Mér finnst skipta miklu máli að fólk fái jákvæða afstöðu gagnvart kirkjunni og finni það að við þjónar hennar viljum af öllu […]
Tag Archives: biskupskjör
Kynningarfundur í Glerárkirkju – bloggað í beinni
Nú er að hefjast kynningarfundur biskupsefna í Glerárkirkju. Þetta er síðasti fundurinn sem er haldinn. Ég ætla að reyna að blogga fundinn í beinni.
Kynningarfundur biskupsframbjóðenda á YouTube
Nú er hægt að horfa á upptökur frá kynningarfundi með biskupsframbjóðendum í vefsjónvarpi kirkjunnar á YouTube. Þetta er gott tækifæri til að kynnast frambjóðendum betur og fá innsýn í nálgun þeirra við ólíka þætti kirkjuskipulags og kirkjustarfs. Upphafsorð fundarstjóra og frambjóðendur kynna sig Staða kirkjunnar nú; fyrsta spurning Biskupsembættið; önnur spurning Safnaðarstarfið; þriðja spurning Þjóðkirkjufyrirkomulagið; […]
Peppmolinn 2012
Einn frambjóðandinn í biskupskjöri gaf mér sælgætismola á Menntadegi PÍ í dag. Bréfið utan um molann geymdi peppskilaboð, í anda þess sem hefur mátt sjá frá nokkrum frambjóðendum síðustu vikurnar. Peppmolinn er sniðug og nútímaleg leið til að koma jákvæðri sýn á lífið á framfæri.
Framvinda biskupskosninga
Á kirkjan.is er búið að setja upp kynningarvef fyrir biskupskjörið. Þar er að finna yfirlit yfir framvindu kosninganna: Kynningarfundir með frambjóðendum verða haldnir fyrir kjörmenn dagana 2 – 10. mars. Kjörgögn verða að óbreyttu send út til kjósenda þriðjudaginn 6. mars. Frestur til að skila atkvæði er til 16. mars. Atkvæði póstlögð eftir þann dag […]
Hrós dagsins fá frambjóðendur og þjóðkirkjufólk
Á hrósdegi viljum við lyfta fram frambjóðendum í biskupskjöri sem eru afar duglegir að tjá sig á netinu og þjóðkirkjufólkinu sem lætur samtalið um biskupskjör og kirkju varða sig. Yfirlitssíðan okkar er uppfærð daglega. Þetta bættist við í gær og í dag. Eftir frambjóðendur Svör við spurningum 5 sérþjónustupresta, Örn Bárður Jónsson Spurningar frá sérþjónustu […]
Frambjóðandi #8: Örn Bárður Jónsson
Sr. Örn Bárður Jónsson var áttundi frambjóðandinn í biskupskjöri. Þessa dagana birtum við myndir af öllum frambjóðendum í biskupskjöri. Þessa mynd tók ég af Erni Bárði á málþingi í Neskirkju. Hann er fullur af hugmyndum og miðlar þeim vel í ræðustólnum. Meira um biskupskjör 2012.
Frambjóðandi #7: Gunnar Sigurjónsson
Sr. Gunnar Sigurjónsson var sjöundi frambjóðandinn í biskupskjöri. Þessa dagana birtum við myndir af öllum frambjóðendum í biskupskjöri. Ég man ekki hvar ég tók þessa mynd af Gunnari, en fannst hún ágætlega heppnuð, líklega á prestastefnu. Eins og myndin ber með sér er Gunnar ekki bara sterkasti frambjóðandinn heldur líka sá skeggprúðasti. Meira um biskupskjör […]
Frambjóðandi #6: Agnes Sigurðardóttir
Sr. Agnes Sigurðardóttir var sjötti frambjóðandinn í biskupskjöri. Þessa dagana birtum við myndir af öllum frambjóðendum í biskupskjöri. Þessa mynd tók ég af Agnesi á prestastefnu, líklega í Vídalínskirkju 2010. Mér þykir svolítið vænt um myndina því það er svo mikil kátína í andlitinu hennar. Meira um biskupskjör 2012.
Frambjóðandi #5: Þórhallur Heimisson
Sr. Þórhallur Heimisson var fimmti frambjóðandinn í biskupskjöri. Þessa dagana birtum við myndir af öllum frambjóðendum í biskupskjöri. Þessa mynd tók ég af Þórhalli á sumarnámskeiði fermingarbarna í Hafnarfjarðarkirkju. Það var gaman að fylgjast með krökkum og prestum og æskulýðsleiðtogum sem nutu samverunnar og fræddu og fræddust um trúna og lífið. Það geislaði líka af […]
Frambjóðandi #4: Þórir Jökull Þorsteinsson
Sr. Þórir Jökull Þorsteinsson var fjórði frambjóðandinn í biskupskjöri. Þessa dagana birtum við myndir af öllum frambjóðendum í biskupskjöri. Þessa mynd tók ég af Þóri Jökli og Báru Friðriksdóttur á Prestastefnu hér um árið. Þau voru bæði með svo fín höfuðföt í prósessíunni til kirkju. Meira um biskupskjör 2012.
Frambjóðandi #3: Sigurður Árni Þórðarson
Dr. Sigurður Árni Þórðarson var þriðji frambjóðandinn í biskupskjöri. Þessa dagana birtum við myndir af öllum frambjóðendum í biskupskjöri. Þessa mynd tók ég á fyrirlestri í Neskirkju sem var hluti af fyrirlestraröðinni Á nöfinni. Það var Framtíðarhópur kirkjuþings, sem Sigurður Árni leiðir, sem efndi til þessara fyrirlestra um kirkju og framtíð. Þarna er Sigurður Árni […]