Hreindýraleikar

Nýársdagsmyndin var að þessu sinni Hreindýraleikarnir – Reindeer Games – með Ben Affleck, Charlize Theron og Gary Sinise sem sýnir stórleik í þessum ágæta reyfara. Þetta er miðlungs spennumynd um svikahrappa sem mæta öðrum svikahröppum og hegða sér sem slíkir. Um leið er þetta þroskasaga söguhetjunnar Rudy sem Affleck leikur af stillingu. Þrennt vakti athygli trúarstefjaáhugafólksins: […]