Segjum söguna upp á nýtt

Árni og Kristín:

Hluti af því að geta haldið áfram, er að gera upp við sína eigin sögu og horfast í augu við það sem hefur valdið öðrum og okkur sjálfum skaða. Í sögu Evrópu er mikið um ofbeldi og ofsóknir sem tengjast trú og trúarbrögðum.

Í iðrunarmessu á heimsþingi Lútherska heimssambandsins í Stuttgart heyrðum við sögur af ofsóknum á hendur endurskírendum og Mennonítum, upplifðum sársaukann með þeim sem þjáðust og fundum sorg yfir ranglæti og misnotkun sem okkar eigin trú hefur ýtt undir.

Við stigum skref í átt að samfélagi sem þorir að biðja um fyrirgefningu og þorir að fyrirgefa.

In

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.