Gleðidagur 34: Táknmálið og vonin

Á þrítugasta og fjórða gleðidegi urðu þau tíðindi að lög, sem tryggja lagalega stöðu íslenskrar tungu og íslensks táknmáls í íslensku samfélagi voru samþykkt á Alþingi. Í dag langar okkur því að deila með ykkur orðum tólfta vonarberans okkar frá því desember. Þá sagði Sigurlín Margrét eftirfarandi um vonina, á táknmáli (smellið á rauða CC takkann til að sjá textann):

Vonin.
Vonin fylgir okkur allt lífið.
Vonin gefur trú á lífið framundan.
Vonin er í huga okkar og hjarta.

Þegar við sjáum nýtfætt ungabarn í fyrsta sinn
þá horfum við á það vonaraugum og vonum að barnið fái jafnræði,
njóti alls þess sem lífið gefur því
og að barnið sé virt sem einstaklingur og mál þess líka.

Segjum að seinna og stundum komi tímar
að við finnum vonina hverfa
en, nei, vonin hverfur aldrei
vonin er í okkur.

Það sem við þurfum að gera er að kveikja á ljósi vonarinnar
og lífið heldur áfram.

Til hamingju með daginn.

In

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.