Topp 10 á Trú.is

Í starfinu mínu felst meðal annars að halda utan um vefinn Trú.is. Þar eru birtar prédikanir og pistlar um samfélag, trú og kirkju auk þess sem við svörum spurningum sem lesendur vefsins senda inn. Efnið sem birtist er eftir fjölmarga höfunda, aðallega presta og djákna sem starfa fyrir kirkjuna um allt land, en líka stöku leikmenn og sjálfboðaliða. Til gamans tók ég saman topp 10 lista yfir vinsælasta efnið í nóvember. Hann lítur svona út:

  1. Hann mun minnast veðurbarinna andlita eftir Jónu Hrönn Bolladóttur og Bjarna Karlsson
  2. Um falskar minningar eftir Sigríði Guðmarsdóttur, Auði Ingu Einarsdóttur, Bjarna Karlsson, Guðmund Örn Jónsson, Guðrúnu Karlsdóttur, Hólmgrím E Bragason, Írisi Kristjánsdóttur, Jónu Lovísu Jónsdóttur, Kristínu Þórunni Tómasdóttur, Sigfinn Þorleifsson og Svanhildi Blöndal
  3. Hvað heita kertin á aðventukransinum eftir Steinunni Arnþrúði Björnsdóttur
  4. Boltann til þjóðarinnar eftir Gunnar Kristjánsson og Kristínu Þórunni Tómasdóttur
  5. Örsögur eftir Bolla Pétur Bollason
  6. Sama sagan eftir Benedikt Jóhannsson
  7. Biskupsárið mikla eftir Hjalta Hugason
  8. Brautryðjandinn eftir Gunnar Kristjánsson
  9. Lifandi kirkja eftir Sunnu Dóru Möller
  10. Kom þú Drottinn Jesús eftir Karl Sigurbjörnsson

Hér skrifa 11 konur og 10 karlar. Að vísu er ein greinin eftir 11 höfunda. Fjórar prédikanir ná inn á topplistann, 5 pistlar og 1 svar. Allt efnið er nýtt nema svarið við spurningunni um kertin á aðventukransinum. Fimm höfundar koma utan af landi, sextán starfa á höfuðborgarsvæðinu. Öll eru þau virk á netinu!

Það verður spennandi að skoða þetta aftur í desember.

In

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.