Gleðidagur 17: Er vaknar ást

Það er svo gaman þegar við eignumst nýja sálma, til að syngja saman eða nota til að íhuga og biðja. Núna er verið að undirbúa útgáfu á nýju sálmahefti sem mun innihalda u.þ.b. 150 nýja og nýþýdda sálma til að nota í helgihaldinu og persónulegu trúarlífi.

Einn sálmurinn sem verður í nýja heftinu er í þýðingu sr. Kristjáns Vals Ingólfssonar og heitir Er vaknar ást.

Er vaknar ást á vori lífs.
Himinninn er nálægt þér.
Múrinn rjúfi hjarta þitt.
Himinninn er nálægt þér.
Ef rústir lifna og léttir þraut
og regnið lífgar eyðisand.
Þorsta þínum svalað er.
Himinninn er nálægt þér.

Ef friðarhliðin ljúkast upp.
Himinninn er nálægt þér.
Ljós Guðs dýrðar skín við þér.
Himinninn er nálægt þér.
Ef hlekkum efans þú losnar frá.
Og hjartað fagnar nýrri þrá.
Þorsta þínum svalað er.
Himinninn er nálægt þér.

Þessi yndislegi sálmur er frá Lettlandi, eftir ungt fólk í hljómsveitinni Jorspeis. Á lettnesku heitir sálmurinn Debesis ir tuvu klat. Hér er sálmabókarnefnd kirkjunnar að renna yfir hann á fundi sínum í Skálholti í dag.

Á sautjánda gleðideginum vekur þessi ástar- og vorsálmur okkur til meðvitundar um kraft himinsins í lífinu.

One response

  1. Úlfar Avatar
    Úlfar

    Heyrði þennan fallega sálm um daginn; Er vaknar ást á vori líf, og fann þessa síðu, Gleðidagur 17, eftir gúggl í leit að upplýsingum. Gaman að sjá sálmabókanefndina renna í gegnum hann.
    Takk fyrir upplýsingarnar um hann!
    Kveðja,
    Úlfar Snær

Skildu eftir svar við Úlfar Hætta við svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.