Gleðidagur 41: Fimmtíukall fyrir umhverfið

Kaffismiðjan

Þessi skilaboð til kaffiunnenda mátti lesa á kaffivélinni góðu á Kaffismiðju Íslands:

Þá er komið að því:
Við ætlum að vera umhverfisvænni.
Frá og með mánudeginum
14. maí kosta pappamálin
50 kr.-

Skilaboðunum fylgdi líka ný vörutegund á Kaffismiðjunni: Fjölnota kaffimál af ýmsum toga. Þau eru umhverfisvæn og frekar flott.

Þetta finnst okkur til fyrirmyndar hjá þeim Sonju og Immu. Um leið og við þökkum fyrir kaffisopann í morgun viljum við hrósa þeim stöllum fyrir framtakið. Á fertugasta og fyrsta gleðidegi þökkum við fyrir stór og smá átaksverkefni í þágu umhverfisins.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.