Síðasta messan – myndir

Á Hólahátíð 2012 verður sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir, sóknarprestur á Möðruvöllum í Hörgárdal, vígð til þjónustu sem vígslubiskup Hólastiftis. Um síðastliðna helgi þjónaði Solveig Lára söfnuðinum sínum í síðasta sinn, áður en hún verður biskup. Tilefnið var gleðilegt en tvær stúlkur úr sveitinni fermdust þennan fallega sunnudag á Möðruvöllum. Við fengum að vera með.

Fermingarmessa á Möðruvöllum

Solveig Lára setur á sig pípukragann. 

Fermingarmessa á Möðruvöllum

Það þurfti að fara stuttlega yfir athöfnina með stúlkunum sem voru fermdar. Hvenær á að sitja og standa og hvað þær eiga að gera.

Fermingarmessa á Möðruvöllum

Prestssetrið er líka skrúðhús. Solveig Lára og stúlkurnar ganga til kirkju.

Fermingarmessa á Möðruvöllum

Fermingarræðan flutt þar sem hún minnti þær meðal annars á gjöf og gildi trúarinnar.

Fermingarmessa á Möðruvöllum

Hamingjuóskir og þakklæti að messu lokinni.

Fleiri myndir eru á flickr.

In

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.