Þriðja spurningin – vísanir á umræðu og efni

Um komandi helgi verður þjóðaratkvæðagreiðsla um stjórnarskrá lýðveldisins. Nánar tiltekið er um að ræða ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu um tillögur stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá. Þriðja spurningin í atkvæðagreiðslunni fjallar um þjóðkirkjuna:

3. Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði ákvæði um þjóðkirkju á Íslandi?

Hér ætlum við hjónin að safna saman vísunum á efni um atkvæðagreiðsluna og umræðuna í aðdraganda atkvæðagreiðslunnar og eftir hana.

Þessi færsla mun því taka breytingum.

Greinar og pistlar um efnið

Þetta yfirlit er líka á pinboard. Ábendingar um efni eru vel þegnar.

3 svör við “Þriðja spurningin – vísanir á umræðu og efni”

  1. Þarna vísið þið á kosningavef innaríkisráðuneytisins, sem inniheldur enga umræðu um þetta mál svo ég geti séð. Hinir þrír hlekkirnir eru á kirkjan.is, kirkjuritid.is og síðan á lista sem inniheldur hlekki á einhverjar greinar sem flestar virðast vera skrifaðar af prestum og öðru kirkjufólki. Hefur ykkur dottið í hug að kynna ykkur afstöðu annarra?

  2. Kosningavefurinn fjallar um atkvæðagreiðsluna og gagnast þeim sem vill kynna sér málið. Svo vísum við á efni á þremur öðrum vefjum. Listinn yfir greinarnar er nú birtur hér og greinunum fer fjölgandi. Það er alveg rétt að flestar eru skrifaðar af kirkjufólki.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.