Það vantaði sex atkvæði

Í síðustu viku fór fram atkvæðagreiðsla á kirkjuþingi ensku kirkjunnar hvort prestsvígðar konur mættu taka biskupsvígslu eða ekki. Sex atkvæði vantaði upp á að málið væri samþykkt. Núverandi erkibiskup af Kantaraborg og sá sem tekur við honum eftir áramót hvöttu báðir til þess að þingið segði já við þessari spurningu og meirihlutinn gerði það.

Nánar tiltekið sögðu 94% biskupa, 77% presta og 64% leikmanna já við biskupsvígðum konum. En það var kosið eftir deildum og í hverri deild þurftu 2/3 hlutar að segja já. Það vantaði 2% upp á leikmennina, alls sex atkvæði.

Það er því ekki rétt sem Egill Helgason skrifaði í bloggfærslu á dögunum að „meirihluti þingmeðlima reyndist hafa íhaldssamari skoðanir [en erkibiskupinn af Kantaraborg].“ Það er meirihluti fyrir málinu á kirkjuþinginu og í kirkjunni líka. Hann dugði bara ekki til miðað við leikreglurnar. Nick Baines, biskup í Bradford, orðar þetta svona:

The point is basically this: the Church of England has not rejected women bishops – the House of Laity of the General Synod has. The Church of England has massively and overwhelmingly approved not only the principle, but the process. The only question now is how to find the right wording to make law that makes this a reality.

Það verður spennandi að fylgjast með framvindu málsins og vonandi styttist í að fyrsta konan verði vígð til biskupsþjónustu í ensku kirkjunni.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.