Gleðidagur 33: Júlí er kólerutími

Í pistli í Fréttablaðinu í dag segir Þórir Guðmundsson, sviðsstjóri hjá Rauða krossinum, frá verkefni sem gerir starfsfólki þeirra í Síerra Leóne kleift að senda fjölda-SMS með lífsnauðsynlegum skilaboðum:

„Júlí er kólerutími. Skolið hendur með vatni og sápu eftir klósettferð og fyrir matmálstíma.“

„Rigningar eru að hefjast. Hreinsið rusl úr niðurföllum, grafið farveg fyrir vatnið í kringum kofana svo vatnselgurinn fari fram hjá en flæði ekki inn.“

„Farið með börn sem fá malaríu strax á næstu heilsugæslustöð. Gefið þeim nóg vatn og haldið þeim úr sólinni.“

Tæknin bjargar mannslífum, en til að hún geti það þarf snjallt og iðið hugsjónafólk sem starfar í þágu mannúðar. Eins og Þóri og allt hið fólkið sem vinnur fyrir Rauða krossinn.

Á þrítugasta og þriðja gleðidegi viljum við þakka hugsjónafólki sem bjargar mannslífum.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.