Biblíublogg 28: Biblían í tölum

Bækurnar í Biblíunni eru 66 talsins, þar af eru 39 í gamla testamentinu og 27 í því nýja. Við það bætast apokrýfu bækurnar. Stysta bókin í Biblíunni er 2. Jóhannesarbréf, sú lengsta er Saltarinn.

Kaflarnir í Biblíunni eru 1189, versin eru 31173, þar af eru 929 kaflar og 23214 vers í gamla testamentinu og 260 kaflar og 7959 vers í því nýja. Orðin eru næstum 800 þúsund, þar af eru þrír fjórðu í gamla testamentinu og fjórðungur í því nýja (nákvæmur orðafjöldi fer að sjálfsögðu eftir þýðingum).

Stysta versið Biblíunnar er að finna í Jóh. 11.35:

Þá grét Jesús.

Það lengsta er í Ester 8.9:

Á tuttugasta og þriðja degi þriðja mánaðar, mánaðarins sívan, voru ritarar konungs kallaðir saman. Rituðu þeir hvað eina, sem Mordekaí mælti fyrir, til Gyðinga, til skattlandsstjóranna, landshöfðingjanna og höfðingja héraðanna hundrað tuttugu og sjö, allt frá Indlandi til Eþíópíu, til hvers héraðs með letri þess héraðs, til hverrar þjóðar á tungu hennar og jafnframt til Gyðinga með þeirra letri og á þeirra tungu.

Í Biblíunni miðri er Sálmur 117:

Lofið Drottin, allar þjóðir,
vegsamið hann, allir lýðir,
því að miskunn hans er voldug yfir oss
og trúfesti Drottins varir að eilífu.
Hallelúja.

Hann er líka stysti kafli Biblíunnar. Sá lengsti er Sálmur 119 sem stendur þar hjá.

Þessar tölur höfum við af síðunni GotQuestions og við viljum deila þeim með ykkur ykkur í tuttugasta og áttunda Biblíublogginu. Hér með lýkur þessari tilraun til að fjalla um Biblíuna í 28 bloggfærslum. Guð geymi ykkur í dag og alla daga.