Jón, séra Jón og skólareglurnar

Ragnar Þór Pétursson kennari um skólana, sólmyrkvann, gleraugun og gjafirnar:

Nær væri að nefna að fyrir utan hið augljósa, að þessar fráleitu reglur þarf að setja á höggstokkinn strax í dag, þá er ástandið í grunnskólum Reykjavíkur orðið pínlega vandræðalegt þegar kemur að öllum þessum misráðna graut tillitssemi og ofverndunar. Sjálft Skóla- og frístundasviðið undanþegur sjálft sig öllum reglum um hverju halda megi að börnum. Dómgreind miðstýringarvaldsins er ekki dregin í efa – aðeins dómgreindir allra annarra. Þannig gengst borgin sjálf fyrir því að vekja athygli á tilteknum bókum á hverri vertíð. Skiptir þar engu þótt bækur séu söluvara og börnin neytendurnir. Og það eru ekki sérlega margar vikur síðan börnum í reykvískum skólum var safnað saman til að hlusta á Friðrik Dór syngja lagið sem hann vildi að þau fjármögnuðu til Austurríkis.

Það virðist ekki vera saman hvort Jón eða séra Jón mætir í skólana.

In