Bæn á Alþjóða geðheilbrigðisdegi

Kveikt á kerti

Á Alþjóða geðheilbrigðisdegi biðjum við.

Drottinn Jesús Kristur sem ert risinn upp frá dauðum en berð enn með þér merki þjáningarinnar. Vertu með þeim sem ganga um dauða skuggans dal. Gefðu að við megum styðja þau og styrkja í hverri áskorun, í áþján misskilnings og særandi merkimiða.

Þegar við erum óttaslegin, áhyggjufull og særð biðjum við þig að vera nærri. Þegar við missum tökum á veruleikanum biðjum við þig að halda fast í okkur. Þegar við gleymum hver við erum biðjum við þig að minna okkur á hver við erum. Þegar við erum í myrkrinu biðjum við þig að heyra harmljóð okkar.

Góði Guð, þegar önnur eru særð, gerðu okkur að blessun þeirra, þótt við séum brotin sjálf. Þegar við heyrum ekki rödd umhyggju þinnar, finnum okkur ekki í faðmi kærleika þíns, biðjum við þig að styðja okkur í raunum okkar og gefa okkur framtíð þar sem við finnum vonina og erum örugg í þínum friði.

Guð sem annast allt, styrktu okkur og fjölskyldur okkar svo við megum takast á við geðræn vandamál. Dýpkaðu skilning okkar. Kenndu okkur þolinmæði. Auktu getu okkar til að finna til samúðar og umburðarlyndis gagnvart öðrum. Hjálpaðu okkur að verða ekki fyrir aðkasti fordómafullra og fávísra og þeirra sem bera ekki hag annarra fyrir brjósti.

Almáttugi Guð, leyfðu okkur að deila vegferðinni með öðrum, finna styrk í samfélagi með öðrum og að byggja saman samfélag stuðnings og líknar. Hlúðu að okkur og styrktu með kærleika þínum og skilningi, svo við getum breytt rétt og þjónað af umhyggju, linað þjáningar, annast aðra og rétt hjálparhönd.

Amen.