Samtal um siðaskipti – önnur þáttaröð

Samtal um siðaskiptin

Önnur þáttaröðin um siðbótina sem við Ævar Kjartansson gerum hefur nú litið dagsins ljós á Rás 1. Þættirnir voru sendir út á sunnudagsmorgnum á Rás 1 frá 27. september til 8. nóvember. Þættirnir eru aðgengilegir í Sarpinum og verða það fram í desember.

  • 27. september: Dr. Hjalti Hugason, prófessor í kirkjusögu. Við ræddum við hann um ólíkar leiðir til að tala um siðbótina og um eðli hennar.
  • 4. október: Dr. Margrét Eggertsdóttir, rannsóknarprófessor við Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Við ræddum við hana um sálma á tíma siðbótarinnar og eftir hana.
  • 11. október: Dr. dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson, héraðsprestur. Við ræddum meðal annars um Lúther og samviskuna og afdrif hugmynda hans á 20. öldinni
  • 18. október: Dr. Steinunn Kristjánsdóttir, prófessor í fornleifafræði. Við ræddum við hana um það hvað fornleifafræðin kennir okkur um siðbótartímann og um hlutverk klaustranna á miðöldum og eftir siðbótina.
  • 25. október: Dr. Sigurður Pálsson, fyrrverandi sóknarprestur í Hallgrímskirkju. Við ræddum við hann um arfleifð og áhrif Biblíunnar á Íslandi.
  • 1. nóvember: Dr. Guðrún Kvaran, prófessor emeritus. Við ræddum við hana um tungumálið og Biblíuþýðingarnar.
  • 8. nóvember: Sr. Bjarni Karlsson, prestur og ráðgjafi. Við ræddum við hann um sístæða siðbót í lútherskum kirkjum og nýbreytni í kristnihaldi á 21. öldinni.

Ps. Þættirnir í fyrra hétu Samtal um siðbót, önnur þáttaröðin heitir Samtal um siðaskipti. Glöggir lesendur átta sig mögulega á því hver verður yfirskrift þriðju þáttaraðar, ef af henni verður.