Sjö svarthvítar hversdagsmyndir

Ég fékk áskorun um að birta sjö svarthvítar myndir á instagram. Úr urðu sjö innlit í hversdaginn okkar í Genf.

1 Gucciglugginn við strætóstoppið

Við eina strætóstöðina okkar er Gucci verslun með gluggum sem eru prýddir litríkum gínum. Það getur verið gaman að skoða þá meðan beðið er eftir strætóbílnum.

https://www.instagram.com/p/BZbqePBl3zP/

2 Í þagnarklaustri

Við heimsóttum Grand Chartreuse klaustrið á dögunum. Það er í Frakklandi og hefur verið aðsetur þagnarmunka um aldir. Klaustrið var viðfangsefni kvikmyndarinnar Into Great Silence sem margir þekkja.

https://www.instagram.com/p/BZeG4HlFpzW

3 Hjól við Cornavin

Brautarstöðin Genf heitir Cornavin og báðu megin við hana má alltaf finna fjölda reiðhjóla. Hjólið er jú besta leiðin til að ferðast um borgina.

View this post on Instagram

A post shared by arni (@arnisvanur)

4 Kross á vegg

Það var alveg magnað að ganga um klaustrið í Grande Chartreuse, íhuga hrynjandi klausturlífsins. Mínimalisminn réð ríkjum, líka á veggjum.

https://www.instagram.com/p/BZjo_p5l7yx

5 Morgunbirtan við Genfarvatn

Þegar ég hjóla í vinnuna er oft freistandi að staldra við á Mont-Blanc brúnni og horfa til fjallanna. Svart-hvít myndin nær engan veginn að endurspegla litadýrðina.

https://www.instagram.com/p/BZlDYk7FOc7/?taken-by=arnisvanur

6 Hugmyndir á bók

Það er gott að ganga með ofurtölvu í vasanum, en mér finnst líka gott að hafa með gamaldags glósubók til að skjalfesta hugmyndir haustsins – í máli og myndum.

https://www.instagram.com/p/BZoXAc6lT3o

7 Blómið heima

Á eftirmiðdegi lék sólin við blómið okkar og varpaði fallegum skugga á veginn. Bók náttúrunnar er líka mikill innblástur.

https://www.instagram.com/p/BZqeaO6lctO/