Dagur minninga og þakklætis

Sorgin er hluti af lífinu. Hún er fylgikona ástarinnar því allir sem hafa elskað eiga það á hættu að missa og syrgja. Sorgin getur verið sársaukafull og erfið en við eigum þó aldrei að bæla hana niður eða afneita henni, ekki frekar en við viljum skiljast við minningarnar um þau sem við höfum elskað eða […]

Líf og fjör á hverfishátíðinni

Það var gaman að taka þátt í hverfishátíðinni Laugarnes á ljúfum nótum um helgina. Mikill fjöldi fólks lagði leið sína á torgið við Laugarneskirkju þar sem fulltrúar félaganna í hverfinu buðu upp á fjölbreytta dagskrá. Skólahljómsveitin lék, skátarnir reistu klifurvegg og seldu kandífloss, foreldrafélögin buðu upp á pylsur, félagsmiðstöðin leiddi miðaldaskylmingar, kórar og hljómsveitir kirkjunnar léku og Rebbi refur […]

Í fjórtán myndum

Richard Coles er prestur í ensku kirkjunni. Hann er virkur á twitter og deildi í gær fjórtán ljósmyndum sem kallar á við krossveginn – krossdvalirnar fjórtán. Þetta eru óhefðbundnar myndir sem vekja til umhugsunar. Textarnir sem fylgja hverri mynd eru líka frá honum. #StationsoftheCross. First station: Jesus is Condemned to Death. pic.twitter.com/ouq5NVjU0m — Richard Coles […]

Trúarjátning dagsins

Játning kvennanna: Ég trúi á Jesú sem líkti Guði við konu sem hafði tapað peningi og hreinsaði húsið allt í leit að honum. Ég trúi á Jesú sem sá í meðgöngu og fæðingu líkingu fyrir breytingu, nýja fæðingu frá sársauka til gleði. Góðan og gleðilegan alþjóðlegan baráttudag kvenna.

Magnaðir unglingar mæla með trúfrelsi

Það var ótrúlega gaman að ganga með Breytendum á Adrenalíni til að mæla með trúfrelsi á Íslandi. Við gengum frá Frú Laugu í Laugarneskirkju. Þar kynnti einn Breytandinn starfið stuttlega og svo tóku fulltrúar trúar- og lífsskoðanafélaga til máls. Inn á milli ávarpanna var flutt tónlist. Elín Sif og Ragnhildur fluttu lagið Í kvöld sem […]