Kirkjan og samskiptabyltingin

Ég flutti erindi á málfundi Framtíðarhóps kirkjuþings um daginn. Upptaka með myndum er komin á vefinn. Í erindinu varpaði ég meðal annars fram þremur tesum sem væri gaman að ræða frekar: Söfnuðurinn er grunneining kirkjunnar á netinu. Heimilis- og nýkirkjuguðrækni einkennir trúarlíf á netinu. Leikir og lærðir tala við sama borð á netinu. Hvað segið […]

Bankarnir og boðorðin

Í Svarthöfðabloggi dagsins er bankakerfið borið saman við kirkjuna á fyrri öldum: Eitt sinn borguðum við tíund til kirkjunnar, eða tíu prósent af öllu. Nú borgum við tuttugu prósent af öllu í vexti til bankanna. Þau tíðindi eru orðin að bankarnir eru kirkja nútímans og trúarbrögðin eru neysluhyggja. Að mati Svarthöfða er bankinn ekki bara […]