Guð blessi jörðina, hafið, gróðurinn …

Þessi blessun var samin fyrir æskulýðsdaginn 2014 og notuð í messunni Græn í garði Guðs. Hana má nota í helgihaldinu við ýmis tækifæri. Árni notaði hana til dæmis í Hreyfimessu í Lágafellskirkju 3. maí 2015. „Guð blessi jörðina og allt sem hún gefur af sér. Guð blessi hafið og vötnin sem fæða af sér líf. […]

Bænastundir með fólki á öllum aldri

Ég rakst á skjal frá ensku kirkjunni í Bristol sem er stútfullt af skemmtilegum hugmyndum og útfærslum á bænasamverum. Það sem hugmyndirnar eiga sameiginlegt er að þær nálgast viðfangsefnið alltaf út frá einhverju áþreifanlegu sem dýpkar og skerpir upplifunina af sameiginlegri bæn. Þótt þetta skjal sé tekið saman fyrir barnastarf kirkjunnar, er þarna fullt af […]

Kranarnir og krossinn

Kristín í útvarpsprédikun á föstudeginum langa: Í dag er dagur krossins, föstudagurinn langi, sem opnar augu okkar fyrir þeim sem þjást. Og andspænis þjáningu krossins finnum við mennskuna sem tengir okkur hvert öðru, í auðsæranleika okkar og varnarleysi. Við finnum mennskuna sem gerir okkur bæði hæf til fremja óskiljanleg grimmdarverk og elska óhindrað. Andspænis krossinum […]

Biblíublogg 27: Við getum ekki annað

Í dag verður haldið málþing í tilefni af sjötugsafmæli Gunnars Kristjánssonar prófasts á Reynivöllum í Kjós um framlag Gunnars í ræðu og riti á ólíkum sviðum kirkjulífs, menningar og samfélagsumræðu. Eitt af því sem skoðað verður er prédikunarguðfræði Gunnars en hann er ekki bara mikilhæfur prédikari sjálfur heldur hefur hann skrifað og þýtt prédikunarfræði. Í […]

Biblíublogg 21: Elskhugi minn

Samband kristinnar trúar og kynlífssviðsins er margrætt og flókið. Bent hefur verið á að á sínum tíma hafi áhrifamiklir kristnir guðfræðingar hreinlega farið í stríð við kynhvötina og séð hana sem óvin og keppinaut trúarinnar. Það breytir ekki mannlegri reynslu og vitnisburðinum um hana, sem við finnum í Biblíunni. Ein áhugaverðasta bók ritningarinnar er Ljóðaljóðin […]

Biblíublogg 18: Margþætt merking öskunnar

Í dag er öskudagur, sem markar upphaf föstunnar, sem í kristinni hefð er tími samlíðunar og iðrunar. Askan hefur verið notuð af kristnu fólki frá upphafi, til að tjá hluti sem er erfitt að koma í orð og kerfi en móta samt alla tilveru okkar. Í fyrsta lagi táknar hún forgengileikann. Askan minnir á eitthvað sem […]

Biblíublogg 13: Jörðin er full af ofbeldi

Ein af sögunum sem iðulega eru kenndar og endursagðar í barnastarfi kirkjunnar er sagan um Nóa og örkina. Kannski er þetta þekktasta saga Gamla testamentisins í dag. Á Nóasögunni eru ótal hliðar sem höfða til okkar á ólíkan hátt á ólíkum tímum. Meðal þeirra vinkla sem lyft hefur verið upp er vistfræðilega sjónarhornið sem útskýrir flóðið með […]

Kyndilsmessa og múrmeldýr

Annar febrúar er kyndilmessa sem er í almanakinu okkar tengdur veðri og veðurspá. Frá Evrópu barst til Bandaríkjanna siður sem tengist íkornategundinni groundhog – er það ekki múrmeldýr? – sem gengur úr á að fylgjast með hegðun dýrsins þennan dag og spá um tíðarfarið út frá því. Ef dýrið, sem heldur sig í holum neðanjarðar, […]

Biblíublogg 2: Með hvaða gleraugum lesum við Biblíuna?

Biblían geymir sögu sem kristnir menn taka til sín með sérstökum hætti. Í henni heyrir kristið fólk Guð ávarpa sig. Það leitast því við að vera opið fyrir því sem Guð vill segja við lestur eða hlustun. Sögunni sem Biblían geymir er miðlað á fjölbreyttan hátt því hún er hvorki einsleit í stíl né uppbyggingu. […]