Þú, ég og fjarskylda frænkan í Biblíunni

Kristín: Biblían er ekki texti sem við lesum frá upphafi til enda, hún er ekki einsleit í stíl og uppbyggingu, hún er samansett af textum úr ólíkum áttum frá ólíkum tíma. Aðferðafræði kristins fólks er að nálgast texta Biblíunnar í gegnum aðra texta hennar, þannig að Biblían verður gleraugun sem við lesum Biblíuna með. Þú […]

Sakkeus og Sarkozy

Kristín: Sarkozy þarf ekki að vera fremstur, Sakkeus þarf ekki að vera uppi í tré! Jesús býður honum að sitja með sér, eiga samtal, það er þá sem umskiptin til góðs eiga sér stað. Sakkeus ákveður að gefa af eigum sínum til fátækra og leiðrétta ranglæti sem hann kann að hafa valdið. Sakkeus og Sarkozy […]

Frelsi til að leika sér

Kristín: Höfum við ekki oft heyrt um gildi þess að varðveita barnið í sér? Er ekki barnið í því hlutverki að sprengja ramma hins fyrirsjáanlega og leiða hið óvænta inn á sviðið? Er Jesús að beina okkur inn á svið leiksins og uppgötvunarinnar með því að benda á börnin sem fyrirmynd? Prédikun í Laugarneskirkju á […]

Vonin á flóttamannsveginum

Kristín: Árið í ár var vont ár fyrir börn í heiminum, hörmulegar fréttir af fjöldamorðum í pakistönskum skóla í síðustu viku hnikkja bara á menningu þar sem börn eru ekki örugg. Börn og fjölskyldur þeirra hrekjast að heiman af mörgum ástæðum, einni þeirra kynnumst við í jólaguðspjallinu þar sem Jesúbarnið er á hrakningum í ókunnugri […]

Stóra samhengið

Reykjavík – Vikublað spyr í dag: Eiga vændiskaup að liggja í þagnargildi? Hér er kannski aðalspurningin sú hvort ástæða sé að víkja í þessum málum frá þeirri meginreglu íslensks réttarfars að réttarhöld séu haldin í heyranda hljóði. Ég held að svo sé ekki. Skömm og sársauki eru óhjákvæmilegir fylgifiskur þess að vera opinberlega til umfjöllunar, eins […]

Friðarþjóð

Reykjavík – Vikublað spyr í dag: Verður samfélagið öruggara ef almennir lögregluþjónar bera vopn? Ein stærsta blekking í vestrænum samfélögum er að byssur geri okkur öruggari. Við sjáum hvernig þessari afstaða er haldið fram undir formerkjum stjórnarskrábundins réttar um frelsi einstaklingsins í Bandaríkjunum með skelfilegum afleiðingum. Fleiri byssur í umferð þýðir ekki aukið öryggi eða færri […]

Aðventukransinn og þau sem vantar

Fyrsta aðventukertið minnir á ástvinina sem eru ekki lengur með okkur. Við nemum staðar, nefnum nafnið þeirra, rifjum upp röddina þeirra, andlitið þeirra og allar minningarnar sem tengjast þeim og jólatímanum. Við tendrum ljós, felum þau Guði og þökkum fyrir það sem lífið þeirra gaf okkur. Aðventan og minningarnar, pistill á vef Laugarneskirkju.