Konur geta breytt heiminum

Í dag 8. mars er alþjóðlegur baráttudagur kvenna. Af því tilefni rifjum við upp fræga ræðu eftir Sojourner Truth sem hún flutti á baráttusamkomu kvenna í Akron, Ohio, árið 1851. Sojourner Truth var prédikari af Guðs náð og áhrifamikill leiðtogi. Hún fæddist í þrældómi og var gefið nafnið Ísabella og var seld frá foreldrum sínum […]

Grannar og guðsþjónusta

Síðastliðinn sunnudag, sem var fyrsti sunnudagur í föstu, var haldin grannaguðsþjónusta í Seltjarnarneskirkju. Íbúar úr Eiðismýri, Suðurmýri, Tjarnarmýri, Grænumýri, Kolbeinsmýri, Tjarnarstíg og Tjarnarbóli tóku virkan þátt í guðsþjónustunni, m.a. með því að lesa ritningarlestra, semja og lesa bænir. Þá var kirkjukaffið í umsjón íbúa þessara tilteknu gatna. Grannaguðsþjónustan er sniðug hugmynd sem sýnir vel grunnhugsun […]

Bæn við jólatréð – tilbeiðsluráð #1

Hér er hugmynd að stuttri stund við jólatréð, þegar ljósin eru tendruð, hvort sem er í kirkjunni eða heima. Hún samanstendur af örstuttri hugleiðingu, ritningarlestri, bæn og söng. Lykilþemu stundarinnar er ást Guðs til heimsins og nærvera Guðs í barninu sem fæddist í Betlehem. Þetta er tilbeiðsluráð #1 á blogginu okkar.

Íslenskir prestar í íslenskum kvikmyndum

Prestar eru sýnilegir í íslenskum bíómyndum og oft eru þjónandi prestar fengnir í hlutverkið. Sú er raunin í tveimur nýlegum kvikmyndum. Í Borgríki hefur sr. Kristinn Ágúst Friðfinnsson góða nærveru í sálgæsluviðtali við eina aðalpersónu myndarinnar og í Eldfjalli söng sr. Kristján Björnsson yfir moldum einnar aðalpersónunnar.

Lítum ekki undan

Saga Guðrúnar Ebbu lætur ekkert okkar ósnortið. Við eigum varla orð til að lýsa því hvað okkur finnst hún hugrökk og sterk að deila hræðilegri reynslu af kynferðisofbeldi af hendi föður síns. Föður sem var líka prestur sem varð biskup og æðsti embættismaður þjóðkirkjunnar. Þegar við stöndum andspænis svona hryllingssögu vakna sterkar tilfinningar. Við spyrjum […]

„Kæri páfi, nú ertu í vanda“

Ég vildi óska að þú hefðir slegið á þráðinn til mín. Þú ert í vanda staddur. Ég sé að þér hefur verið stefnt fyrir Alþjóða glæpadómstólinn í Haag. Ég vona að þú skiljir hvers vegna þessi leið var farin og hvers vegna málshefjendur líta á kynferðisbrot presta gegn börnum og þöggun kirkjunnar sem glæp gegn […]