Leik-, lífs- og trúargleði barnanna

Guð. Þú sagðir okkur að vera eins og börnin til að skilja þig og nálgast þig. Viltu gefa okkur leikgleði barnanna, lífsgleði barnanna og trúargleði barnanna – sem eru svo opin gagnvart lífinu og gagnvart þér. Viltu hjálpa okkur að standa vörð um börnin sem minna mega sín og um barnið í okkur sjálfum. Amen. […]

Brennandi

Guð. Viltu ganga með okkur til Emmaus, eins og með lærusveinunum forðum daga. Til okkar Emmaus. Viltu gefa okkur brennandi hjarta þegar við lesum um þig. Brennandi munn þegar við tölum um þig. Brennandi hendur þegar okkar hendur sem verða þínar hendur, til góðra verka í heiminum sem við lifum í. Amen. Morgunbæn á Rás […]

Það er náungakærleikur

Guð. Gæðum jarðar er misskipt. Sumir hafa mikið, aðrir lítið. Viltu gera okkur meðvituð og þakklát fyrir það sem við höfum. Viltu gera okkur meðvituð og örlát gagnvart þeim sem búa við skort. Viltu kenna okkur að gefa öðrum af því sem okkur hefur verið gefið. Því það er náungakærleikur. Amen. Morgunbæn á Rás 1, […]