Biblíublogg 27: Við getum ekki annað

Í dag verður haldið málþing í tilefni af sjötugsafmæli Gunnars Kristjánssonar prófasts á Reynivöllum í Kjós um framlag Gunnars í ræðu og riti á ólíkum sviðum kirkjulífs, menningar og samfélagsumræðu. Eitt af því sem skoðað verður er prédikunarguðfræði Gunnars en hann er ekki bara mikilhæfur prédikari sjálfur heldur hefur hann skrifað og þýtt prédikunarfræði. Í […]

Biblíublogg 26: Biblían er á toppi vinsældarlistans

Í toppsæti vinsældarlista Rásar 2 þessa vikuna trónir lagið Af ávöxtunum skuluð þér þekkja þá með Jónasi Sigurðssyni og ritvélum framtíðarinnar. Lagið var frumflutt í mótmælum á Austurvelli í nóvember og gefið út á þessu ári. Í textanum er vísað í tollheimtumenn (sbr. Matt 9.10), sannleikann (sbr. Jóh 18.38), aldingarðinn Eden (sbr. 1Mós 2-3), gullkálfinn […]

Biblíublogg 25: Maríukjúklingur

Biblíumatur er bragðgóður og hollur. Í uppskriftirnar er notað hráefni sem var til á tíma Biblíunnar. Sigurður Árni Þórðarson, sóknarprestur í Hallgrímskirkju, er einn þeirra sem hefur eldað Biblíumat og sagt frá honum í ræðu og riti. Þessi uppskrift er sótt á vefinn hans. Maríukjúklingur fyrir fjóra 4 kjúklingabringur 4-6 hvítlauksgeirar 1 tsk kúmmín 1,5 […]

Biblíublogg 24: Hugleikur og heimsendir

Myndasagan Opinberun eftir Hugleik Dagsson fjallar um það þegar nokkrar geimverur setja upp sjónvarpsleikrit – eins konar raunveruleikasjónvarp – sem er byggt á Opinberun Jóhannesar. Það er síðasta bókin í Biblíunni, hún fjallar um heimsslit og geymir margar afar myndrænar lýsingar. Það er bæði forvitnilegt og gagnlegt að lesa bókina, ekki síst fyrir það hvernig hún […]

Biblíublogg 23: Næturgalinn

Tuttugasti og þriðji Davíðssálmur er einn þekktasti sálmur Saltarans. Gunnlaugur A. Jónsson kallar hann næturgalann meðal sálmanna í nýrri bók sinni um Áhrifasögu Saltarans. Í tuttugasta og þriðja Biblíublogginu langar okkur að deila honum með ykkur. Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta. Á grænum grundum lætur hann mig hvílast, leiðir mig að vötnum […]