Biblíublogg 22: Mannakorn

Á mörgum heimilum eru til box með svokölluðum mannakornum. Í þeim eru pappaspjöld með stuttum ritningarversum sem hægt er að draga. Stundum leynast þar skilaboð sem hafa merkingu fyrir okkur hér og nú. Það er hægt að draga sér mannakorn á vef Hins íslenska Biblíufélags. Þar drógum við þetta mannakorn í dag: Biðjið, leitið Biðjið og yður […]

Biblíublogg 21: Elskhugi minn

Samband kristinnar trúar og kynlífssviðsins er margrætt og flókið. Bent hefur verið á að á sínum tíma hafi áhrifamiklir kristnir guðfræðingar hreinlega farið í stríð við kynhvötina og séð hana sem óvin og keppinaut trúarinnar. Það breytir ekki mannlegri reynslu og vitnisburðinum um hana, sem við finnum í Biblíunni. Ein áhugaverðasta bók ritningarinnar er Ljóðaljóðin […]

Biblíublogg 19: Teiknimyndin

Það er hægt að miðla Biblíusögunum með margvíslegum hætti. Til dæmis í teiknaðri skýringarmynd eins og þessari sem fjallar um 12. kafla fyrra bréfs Páls til Korintumanna. Þar segir meðal annars: Því að eins og líkaminn er einn og hefur marga limi en allir limir líkamans, þótt margir séu, eru einn líkami, þannig er og Kristur. […]

Biblíublogg 18: Margþætt merking öskunnar

Í dag er öskudagur, sem markar upphaf föstunnar, sem í kristinni hefð er tími samlíðunar og iðrunar. Askan hefur verið notuð af kristnu fólki frá upphafi, til að tjá hluti sem er erfitt að koma í orð og kerfi en móta samt alla tilveru okkar. Í fyrsta lagi táknar hún forgengileikann. Askan minnir á eitthvað sem […]

Biblíublogg 17: Kona tapar peningum

Í fimmtánda kafla Lúkasarguðspjalls eru fléttaðar saman þrjár dæmisögur Jesú. Ein um týndan sauð, ein um týndan son og sú þriðja um konu sem týnir peningum. Hún er svona: Eða kona sem á tíu drökmur og týnir einni drökmu, kveikir hún þá ekki á lampa, sópar húsið og leitar vandlega uns hún finnur hana? Og […]