Category: Blogg

 • Kunningjasamfélagið og náungasamfélagið

  Hvers vegna er kunningjasamfélagið vandamál og hvað er til ráða? Hvert eigum við að stefna? Við Kristín Þórunn svörum þessu í pistli dagsins sem fjallar um náungasamfélagið.

 • Samherjar

  „Maður talar ekki illa um þá sem keppa um sama sæti í prófkjöri, því á endanum erum við samherjar. Stefnum að sama marki.“ Eitthvað á þessa leið var boðskapur mannsins sem hringdi til að tala um sinn frambjóðanda og kalla eftir stuðningi við hann. Hann hafði skýra sýn: Við keppum að sama marki. Við viljum […]

 • Georg Bjarnfreðarson, forsetinn og Icesave

  Ég ætla að tala um Ólaf Ragnar í dag. Og Jesú. Og Daníel. Og Georg. Ég ætla að tala um íslensku þjóðina. Og um Ísland og umheiminn. Þannig hefst útvarpsprédikun Kristínar Þórunnar sem var flutt í Lágafellskirkju í dag. Hún ræðir þar meðal annars um hrunið og Icesave, Georg Bjarnfreðarson og forsetann, lýðræði og uppbyggingu. […]

 • Kirkjan þarf að taka þjóðarpúlsinn

  Hjalti Hugason ritar pistil um samband ríkis, kirkju og þjóðar í dag. Þar vísar meðal annars til nýlegrar skoðanakönnunar Gallup. Hann segir: Burtséð frá skoðanakönnun Capacent-Gallup þarf íslenska þjóðkirkjan að taka þjóðarpúlsinn, telja hjartslögin og spyrja: Erum við og viljum við vera þjóðkirkja? Þá skipta tengsl við ríksivaldið engu máli heldur tengslin við þjóðina sjálfa. […]

 • Hvar erum við? Í skuldafangelsi

  Hvar erum við? Því miður er svarið að verða nokkuð ljóst. Við erum í skuldafangelsi. Það er staða sem fáir gátu gert sér í hugarlund að kæmi hér upp. Þjóðin á erfitt með að ímynda sér hvernig það gat gerst, harðduglegt, óspillt og heiðarlegt fólk! Úr nýjasta pistli G8 hópsins sem hefur yfirskriftina Vér mótmælum.

 • Hvaða erindi á kristinn boðskapur við Nýja-Ísland?

  Hvaða erindi á kristinn boðskapur við Nýja-Ísland? Svo spyr G8 hópurinn sem hefur skrifað snarpar og snjallar greinar um hrunið af sjónarhóli guðfræðinnar. Þau efna til málþings á Sólon í dag og bjóða til samtals um þessa spurningu. G8 hópurinn er samtals- og lausnamiðaður og það þurfum við svo sannarlega í dag. Um að gera […]