Category: Blogg

 • Trúverðug kristni

  Við Kristín Þórunn stungum niður penna og skrifuðum stutta grein sem birtist í Fréttablaðinu í dag og á trú.is. Hún fjallar um kristni í samtímanum – um trúverðuga kristni. Við segjum meðal annars: Það er ábyrgðarhluti að lifa í nútíma samfélagi, að vera upplýst, læs og geta tekið þátt í lýðræðisumræðu. En ábyrgðin stoppar ekki […]

 • Á ártíð hrunsins

  Guðfræðingarnir átta sem stungu niður penna síðasta vetur eru farin aftur af stað. Á ártíð hrunsins spyrja þau meðal annars: „Ári eftir hrun er það  áleitin spurning hvað líði þeirri gagngeru uppstokkun sem búsáhaldabyltingin krafðist. Er „nýtt Ísland“ í vændum eða erum við á leið í gamla farið?“

 • Áttu fyrir vatni?

  Í dag og á morgun ganga um það bil 3000 fermingarbörn í hús og safna fyrir hreinu vatni. Féð sem þau safna rennur til vatnsverkefna Hjálparstarfs kirkjunnar í Afríku. Ég hitti Bjarna Gíslason, fræðslu- og upplýsingafulltrúa Hjálparstarfsins, í dag og hann sagði mér frá söfnuninni. Skoðið myndbandið á YouTube.

 • Naglafata

  Í Grensáskirkju stendur nú yfir myndlistarsýning þar sem getur að líta nokkur listaverk eftir listakonuna Huldu Halldór. Þarna er unnin á áhugaverðan hátt með þekkt trúarleg tákn. Þessi mynd sýnir eitt verkið.

 • Kirkjan og vöfflujárnin

  Hlutverk kirkjunnar er ekki að smella fólki, Matthíasi og öllum öðrum inn í eitthvert trúarlegt vöflujárn og fá fram sama mynstrið á alla. Það er mun fremur að efla lífið, orðræðuna, gleði, réttlæti, samfélag. – Sigurður Árni Þórðarson

 • Getur þú tínt í aukapoka?

  „Getur þú tínt í einn aukapoka fyrir þá sem mest þurfa hjálp?“ Svo spyr Hjálparstarf kirkjunnar sem hefur hleypt af stokkunum nýstárlegri söfnun. Aðsóknin í innanlandsaðstoð Hjálparstarfsins hefur aukist mjög mikið á því ári sem er liðið frá efnahagshruninu. Þörfin er mikil. Það skiptir því miklu máli að allir sem geta leggi sitt af mörkum. […]