Jón, séra Jón og skólareglurnar

Ragnar Þór Pétursson kennari um skólana, sólmyrkvann, gleraugun og gjafirnar: Nær væri að nefna að fyrir utan hið augljósa, að þessar fráleitu reglur þarf að setja á höggstokkinn strax í dag, þá er ástandið í grunnskólum Reykjavíkur orðið pínlega vandræðalegt þegar kemur að öllum þessum misráðna graut tillitssemi og ofverndunar. Sjálft Skóla- og frístundasviðið undanþegur […]

Tuttugasti og annar er vatnsdagur

Í dag er alþjóðlegur dagur vatnsins. Þá er gott að rifja upp grundvallaratriði eins og þetta: Kirkjan stendur föstum fótum í grundvallarskilningi sínum á því að vatnið sem grunnefni lífs og Guðs gjöf til allra, eigi aldrei að lúta markaðslögmálum eða gróðasjónarmiðum sem koma niður á almannahagsmunum. Hún leitar í sína eigin hefð að myndmáli […]

Tuttugasti og fyrsti þriðji er Downsdagur

Tuttugasti og fyrsti þriðji er alþjóðlegur dagur þrístæðu tuttugu og eitt, dagur Downs heilkennisins. Í tilefni dagsins langar okkur að deila með ykkur þessari fallegu mynd af síðustu kvöldmáltíðinni. Listamaðurinn heitir Raoef Mamedow og er frá Azerbaidjan. Hann hefur gert fleiri svona trúarmyndir.

Trúarjátning dagsins

Játning kvennanna: Ég trúi á Jesú sem líkti Guði við konu sem hafði tapað peningi og hreinsaði húsið allt í leit að honum. Ég trúi á Jesú sem sá í meðgöngu og fæðingu líkingu fyrir breytingu, nýja fæðingu frá sársauka til gleði. Góðan og gleðilegan alþjóðlegan baráttudag kvenna.

Magnaðir unglingar mæla með trúfrelsi

Það var ótrúlega gaman að ganga með Breytendum á Adrenalíni til að mæla með trúfrelsi á Íslandi. Við gengum frá Frú Laugu í Laugarneskirkju. Þar kynnti einn Breytandinn starfið stuttlega og svo tóku fulltrúar trúar- og lífsskoðanafélaga til máls. Inn á milli ávarpanna var flutt tónlist. Elín Sif og Ragnhildur fluttu lagið Í kvöld sem […]

Beyonce, Sia og Sam Stone í Bústaðakirkju

Í æskulýðsmessu gærdagsins í Bústaðakirkju komu margir góðir gestir. Í hópi þeirra var hljómsveit skipuðu krökkum sem eru í Tónlistarskóla Árbæjar. Þau sungu þrjú popplög eftir Beyonce, Siu og Sam Stone og gerðu það virkilega vel. Það er gaman að þjóna í kirkjunni þegar maður hefur fólk með sér og það var svo sannarlega raunin […]

Trú/leysi og einkamál

Svavar Alfreð Jónsson, sóknarprestur í Akureyrarkirkju: Undir það tek ég. Guð er ekki einkamál presta og heldur ekki kirkna. Guðleysi og vantrú er heldur ekki einkamál trúlausra eða samtaka sem stofnuð hafa verið um slíka afstöðu til trúar. Jamm.