Gleðidagur 43: Gefðu góð kaup

Í dag var haldin vorhátíð í Langholtskirkju. Ómissandi hluti af vorhátíðinni er basar kvenfélagsins. Þar má bæði láta gott af sér leiða og gera góð kaup. Á einu borði var mikið barnadót og einn strákurinn á heimilinu gerði kostakaup í flottu mótorhjóli. Þarna var líka að finna flottar kommóður og útskorinn skenk, svo eitthvað sé […]

Gleðidagur 42: Skeggið er karlmannsprýði

Við skemmtum okkur yfir vefnum Better with a beard í dag. Þar er því haldið fram að allir karlmenn líti betur út með skegg. Myndirnar tala sínu máli. Þessi er af Matt LeBlanc sem lék Joey í Friends og hefur skemmt fjölskyldumeðlimum á öllum aldri. Á fertugasta og öðrum gleðidegi fögnum við vel snyrtu skeggi […]

Gleðidagur 41: Fimmtíukall fyrir umhverfið

Þessi skilaboð til kaffiunnenda mátti lesa á kaffivélinni góðu á Kaffismiðju Íslands: Þá er komið að því: Við ætlum að vera umhverfisvænni. Frá og með mánudeginum 14. maí kosta pappamálin 50 kr.- Skilaboðunum fylgdi líka ný vörutegund á Kaffismiðjunni: Fjölnota kaffimál af ýmsum toga. Þau eru umhverfisvæn og frekar flott. Þetta finnst okkur til fyrirmyndar […]

Gleðidagur 40: Uppstigningardagur á táknmáli

SignWiki er nýtt vefsvæði sem veitir aðgang að íslenskri táknmálsorðabók, kennsluefni, æfingum og fræðsluefni. Þetta er verkefni á vegum Samskiptamiðstöðvar heyrnarlausra og heyrnarskertra en er eins og aðrir wikivefir opinn notendum sem geta lagt til efni og tákn og breytt og bætt það sem aðrir hafa gert. Á fertugasta gleðidegi deilum við með ykkur tákninu […]