Gleðidagur 3: Gult og grænt

Við vorum úti á landi á bænadögum og um páska. Á bænadögunum þremur var dumbungur og við sáum ekki til sólar. Á páskadagsmorgni höfðu skýin flutt sig annað, heiðgul sólin glennti sig örlítið og við sáum í bláan himininn og fjöllin í fjarlægð. Þannig hefur það verið síðan. Þegar heim var komið blasti græni liturinn […]

Gleðidagur 2: Til hamingju fermingarbörn

Annar páskadagur er einn af fermingardögunum í kirkjunni. Um allt land gengur glæsilegt ungt fólk í átt að altari og svarar játandi spurningunni: Vilt þú hafa Jesú Krist að leiðtoga lífsins? Í vetur hafa þau tekið virkan þátt í starfinu í kirkjunni sinni, rætt við hvert annað, prestana sína, djákna og æskulýðsleiðtoga um trúna og […]

Gleðidagur 1: Veislan

Páskadagur er fyrsti gleðidagurinn. Páskadagur er líka fyrsti veisludagurinn. Um allt land er boðið til kirkjuveislu. Við sólarupprás safnaðist fólk á Þingvöllum og þegar sólin gægðist yfir Kálfstindana í austri var sungið: „Kristur er upprisinn“. Svo var gengið til messu og að henni lokinni var boðið til morgunkaffis. Morgunkaffið á Þingvöllum er samvinnuverkefni allra kirkjugesta. […]