Category: Gleðidagar 2014


 • Fjölmenningin

  Gleðidagur 50: Hvítasunnan og fjölmenningin

  Í dag er hvítasunnudagur og 50 daga gleðiblogssátakinu lýkur. Þess vegna viljum við rifja upp hvað gleðidagarnir eru og hvers vegna við bloggum á hverjum degi. Tíminn frá páskum og fram að hvítasunnu er oft kallaður gleðitími og á hverjum degi þessa 50 daga höfum við einsett okkur að blogga um eitthvað sem er jákvætt […]


 • Kaupmaðurinn á horninu

  Gleðidagur 49: Kaupmaðurinn á horninu

  Um daginn keyrðum við með eldri vinum okkar eftir Langholtsveginum þar sem við búum og talið barst að öllum þeim verslunum og sjoppum sem einu sinni voru út um allt í hverfinu. Hér var búð, hér var sjoppa, hér var kaupmaður – en nú er þetta eiginlega allt horfið. Nema ein lítil verslun sem við […]


 • Póstkort frá Sardiníu

  Gleðidagur 48: Póstkort frá Sardiníu

  Vonin er eitt af því sem við tölum um þegar börn eru skírð. Nánar tiltekið um þann hluta uppeldisins að ala börnin okkar upp á vonarríkan hátt þannig að þau horfi eða geti alltaf horft vongóð til framtíðar og finni sig aldrei á þeim stað að þykja öll sund lokuð. Þetta er rauður þráður í […]


 • Gleðidagur 47: Þett’er nóg

  Disney myndin um prinsessurnar Elsu og Önnu er í miklu uppáhaldi á heimilinu. Dæturnar okkar eru snillingar í að finna lögin úr Frosin á YouTube í margvíslegum útgáfum. Þessi útgáfa af Let it Go er í sérklassa. Hér syngur Brian Hull lagið með röddum ótal margra söguhetja úr Disneymyndum. Á fertugasta og sjöunda gleðidegi viljum […]


 • Sumarblómunum plantað

  Gleðidagur 46: Sumarblómin blómstra

  Eitt af skemmtilegu snemmsumarverkunum er að fegra nærumhverfið okkar með  sumarblómum. Sumarblóm koma í óteljandi gerðum og myndum og henta öllum íbúðargerðum.  Sumarblómin henta jafnt í stórum görðum í kringum einbýlishús og á svalir í fjölbýlishúsum. Við látum nægja að stinga niður nokkrum blómum í þartilgerð ker sem standa við útidyrnar okkar. Þegar blómin opna […]


 • Sumardrykkir

  Gleðidagur 45: Límonaði

  Lóan er vorboði. Það eru líka litríkir drykkir eins og þeir sem myndin hér að ofan sýnir. Rótarinn og Eplasólin, Mússí og Smússí bera með sér fyrirheiti um svala á heitum vor- og sumardögum. Enn betra er svo að blanda sitt eigið límonaði. Það má til dæmis gera með því að blanda saman þremur sítrónum, […]


1 2 3 9
Next Page