Gleðidagur 44: Hvetja frekar en að skamma

Það er kúnst að hvetja aðra til að breyta hegðun sinni til betri vegar án þess að detta í það að skamma með fingur á lofti. Myndböndin #ruslíReykjavík þar sem borgarstjórinn okkar veltir vöngum yfir ruslinu í borginni eru gott dæmi um jákvæða hvatningu. Hann er í hlutverki sögumanns sem er hugsi yfir draslinu á […]

Gleðidagur 43: Plokkfiskur

Í dag er Sjómannadagurinn. Um leið og við óskum öllum sjómönnum og fólkinu þeirra til hamingju með daginn viljum við deila með ykkur uppskrift að hátíðlegum hversdagsmat sem við eldum iðulega á heimilinu. Þetta er plokkfiskurinn hans Úlfars á Þremur frökkum. Í uppskriftina þarf: 900g þorskflök, ýsa eða lúða 200g kartöflur Smjörbolla til að þykkja […]

Gleðidagur 42: Fyrir tvo

Í einni af bókum Douglas Adams um alheims puttaferðalangana fæst svarið við hinn endanlegu spurningu um lífið, alheiminn og alltsaman. Það er 42. Um daginn lásum við skemmtilega bloggfærslu hjá David Weinberger sem túlkaði þetta sem svo að tilgangur tilverunnar væri sá að lifa lífinu með öðrum. Lífið er fyrir tvo: The Answer to the […]

Gleðidagur 41: Einhverfa í myndum

Debbie Rasiel er ljósmyndari. Á síðasta ári ferðaðist hún um heiminn til að mynda börn með einhverfu. Hún kom meðal annars til Íslands og tók myndir af nokkrum íslenskum krökkum. Eitt þeirra er hann Tómas Viktor okkar. Í lok mánaðarins verður opnuð ljósmyndasýning með myndunum hennar. Nokkrar þeirra má líka skoða á vefnum. Hún tók […]

Gleðidagur 40: Maya

Í gær bárust þau tíðindi að bandaríska skáldkonan Maya Angelou væri látin. Hún var fyrirmynd margra, hugsjónamanneskja sem lét verkin tala og mögnuð listakona. Hún barðist fyrir jafnrétti, umburðarlyndi og friði með lífi sínu og list. Maya orti meðal annars ljóðið Phenomenal Women sem við viljum deila með ykkur á fertugasta gleðidegi sem jafnframt er […]

Gleðidagur 39: Farðu hægt

Einn af uppáhalds veitingastöðunum okkar heitir Vapiano. Við kynntumst honum í Frankfurt í Þýskalandi og höfum líka borðað á samskonar stað í Berlín, Stokkhólmi og Lundúnum. Á einum af þessum stöðum spurðum við einn þjóninn út í hugsunina á bak við nafnið. Hann sagði eitthvað á þessa leið: Við bjóðum upp á ítalskan mat. Vapiano […]