Category: Gleðidagar 2020

 • Gleðidagur 24: Sumarþrumur

  Rigning eftir þrumuveður. Ljósmynd: Inge Maria á Unsplash.

  Þegar við vorum lítil og lásum norrænu goðafræðina okkar fór mikið fyrir þrumuguðinum Þór. Sögurnar af honum eru krassandi. Eitt var þó snúið að skilja: þrumurnar sem Þór er kenndur við. Í Genf er þessu öfugt farið. Þar þekkja fáir þrumuguðinn og sögurnar norrænu, en þrumur og eldingar þekkja allir. Þrumuveðrið er fastur hluti af […]

 • Gleðidagur 23: Fjórði maí

  Fjórði maí er kær aðdáendum Stjörnustríðs. Í dag viljum við þakka fyrir stórsögurnar á hvíta tjaldinu. Þær hafa verið ungum og öldnum innblástur um baráttu góðs og ills, hetjur og andhetjur. Þær eru endalaus uppspretta fyrir samtöl og vangaveltur. Remember: pic.twitter.com/nat15FQ50I — The Unvirtuous Abbey (@UnvirtuousAbbey) May 4, 2020

 • Gleðidagur 22: Heimavistarmatur

  Í heimavistinni er ástæða til að borða hollan mat. En stundum langar okkur í eitthvað annað. Eitthvað óhollt sem lyftir hug í hæðir og skapar vellíðan. Til dæmis samloku með hnetusmjöri og sultu. Hér er uppskrift. Hvað finnst þér gott að borða í heimavist?

 • Gleðidagur 20: Peppaða prinsessan Poppy

  Tröllin Poppy og Branch

  Bíómyndin um Tröllin er í miklu uppáhaldi hjá okkur. Peppaða prinsessan Poppy er skemmtileg kemst langt með jákvæðu viðhorfi til lífsins. Það sýnir meðfylgjandi myndbrot vel. Á tuttugasta gleðidegi þökkum við fyrir jákvæða fólkið í lífinu.

 • Gleðidagur 19: Frá sannleika til umhyggju

  Sýnum umhyggju. Ljósmynd: Randalyn Hill

  Í heimavistinni eigum við meiri samskipti á netinu en áður. Á nítjánda gleðidegi langar okkur að deila með ykkur þremur spurningum sem allir ættu að spyrja sig áður en skrifað er á netið: Er þetta satt? Er þetta nauðsynlegt? Sýnir þetta umhyggju? Eins og Páll skrifaði: “Allt er leyfilegt en ekki er allt gagnlegt. Allt […]

 • Gleðidagur 18: Sjálfbærnimarkmiðin

  Sjálfbærnimarkmið Sameinuðu þjóðanna geta verið rammi fyrir endurreisn og umbætur í kjölfar COVID-19 heimsfaraldursins. Það segja Nano Addo Dankwa Akufo-Addo, forseti Ghana, og Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs. Þau sitja saman í forsæti einnar af nefndum SÞ um sjálfbærnimarkmiðin og skrifa í pistli sem birtist í dag: “Við höfum lært – sem íbúar heimsbyggðarinnar – hversu […]