Category: Gleðidagar 2020

Gleðidagarnir eru fimmtíu. Þeir hefjast á páskum og standa til hvítasunnu. Daglega deilum við einhverju skemmtilegu og þakkarverðu með lesendum bloggsins.


 • Gleðidagur 17: Sögustund með Michelle

  Á mánudögum les Michelle Obama barnabækur á rás PBS Kids á YouTube. Hún er í uppáhaldi og eins og lestur með börnum. Á sautjánda gleðidegi þökkum við fyrir Michelle og barnabækurnar.


 • Gleðidagur 16: Rigningin góða

  Það rigndi í dag, í fyrsta sinn í langan tíma. Skraufþurr jörðin tók vel við. Í 147. sálmi er fjallað um regnið sem gjöf frá Guði: Syngið Drottni þakkargjörð, leikið fyrir Guði vorum á gígju. Hann hylur himininn skýjum, sér jörðinni fyrir regni, lætur gras spretta á fjöllunum, gefur skepnunum fóður þeirra, hrafnsungunum þegar þeir […]


 • Gleðidagur 14: Heimavistin og bilið

  Við erum nú á sjöttu eða kannski sjöundu viku heimavistarinnar. Reglan og hvatningin er sú að halda tveggja metra bili milli fólks – nema auðvitað fjölskyldumeðlima. Jaboc, Jonas og Ivan Cash settu saman stuttmynd sem sýnir hvernig fólk í þrjátíu löndum iðkar þetta. Njótið þess á fjórtánda gleðidegi.


 • Susan Johnson

  Gleðidagur 13: Syngjandi biskup

  Susan Johnson er höfuðbiskup lúthersku kirkjunnar í Kanada. Á tíma heimavinnu og einangrunar hefur hún deilt sálmi á dag með kirkjunni sinni. Syngjandi. Í dag þökkum við fyrir sálma og biskupa sem syngja. I sang you today’s hymn. #WearRedFriday pic.twitter.com/uBpJhr0Ldx — Susan Johnson (@NationalBishop) April 24, 2020


 • Skrifborðið og tölvan

  Gleðidagur 12: Skrifstofan á svölunum

  Vorið er komið í Genf og sumarið á Íslandi. Á sólardögum er því hægt að flytja heimaskrifstofuna út á svalir, njóta blíðunnar og ferska loftsins. Á tólfta gleðidegi þökkum við fyrir fuglana sem syngja gleðisöng á morgnana og fyrir hlýja eftirmiðdaga sem leyfa útvinnu skrifstofufólks. Ps. Nokkur hollráð um heimavinnu.


 • Gönguljós við götu í Mílanó.

  Gleðidagur 11: Götur fyrir gangandi og hjólandi í Mílanó

  Á dögunum var sagt frá metnaðarfullri áætlun um aukningu hjólreiða og minnkun mengunar í Mílanó. Hámarkshraði verður lækkaður í borginni og 35 kílómetrum af borgargötum verður breytt í hjólagötur með minna plássi fyrir einkabílinn og meira plássi fyrir fólk á göngu eða hjóli. Þetta eru góðar fréttir á gleðidögum. Borgargötur mega hafa fólk í fókus […]