Category: Gleðidagar 2020

Gleðidagarnir eru fimmtíu. Þeir hefjast á páskum og standa til hvítasunnu. Daglega deilum við einhverju skemmtilegu og þakkarverðu með lesendum bloggsins.


 • Merki Wikipediu

  Gleðidagur 10: Ef þú finnur eitthvað sem betur mætti fara

  Þegar við vorum ung var Encyclopaedia Britannica þekktasta alfræðibókin. Fyrsta útgáfa hennar kom út í Edinborg á síðari hluta 18. aldar. Hún spannaði þrjú bindi. Nýjasta útgáfan kom út árið 2010 og er þrjátíu og tvö bindi. Í bókinni Everything is Miscellaneous ber heimspekingurinn David Weinberger Britannicu saman við Wikipediu sem hefur nú tekið við […]


 • Gleðidagur 9: Brýnin

  Eins og fólk um veröld víða fylgdumst við með listafólki og læknum og leiðtogum sem komu fram í One World: Together um helgina. Að öðrum ólöstuðum þá stóðu gömlu brýnin í Rolling Stones upp úr. Frábært lag. Vel flutt.


 • Gleðidagur 8: Spartanskt

  Haustið 2019 tókum við þátt í Spörtuhlaupi með vinum okkar. Það var allra besta fjölskylduskemmtun með hæfilegum skammti af líkamlegri áreynslu. Þegar boð barst um að taka þátt í Spörtuhlaupi heima nú um helgina stukkum við til. Með hundruðum – eða kannski þúsundum – um allan heim gerðum við æfingarnar okkar á hlaupabraut við hverfisskólann: […]


 • Bæklingur kvikmyndahátíðarinnar

  Gleðidagur 7: Skjásýn

  Skjásýn — Visions du Réel — er árleg kvikmyndahátíð sem er haldin í bænum Nyon við Genfarvatn. Þar eru heimildarmyndir í fókus og alltaf eitthvað áhugavert á dagskrá. Nú er samkomubann og öll bíóhús lokuð. Í stað þess að aflýsa hátíðinni brugðu aðstandendur á það ráð að sýna myndirnar á vefnum. Án endurgjalds. Kvikmyndahátíðir eru […]


 • Gleðidagur 5: Kartöflur, fiskur, laukur

  Á fimmta gleðidegi viljum við deila með ykkur þessari stuttu heimildarmynd um hvernig á að búa til plokkfisk. Ástæðan er einföld: plokkfiskur er góður og hollur. Njótið.


 • Vigdís Finnbogadóttir

  Gleðidagur 4: Vigdís

  Vigdís forseti er níræð í dag. Þegar við vorum að alast upp var hún kjörin forseti Íslands og varð þar með fyrst kvenna í heiminum til að gegna embætti þjóðkjörins þjóðarleiðtoga. Hún lagði rækt við íslenska tungu og var jafnframt ötull talsmaður þess að læra erlend tungumál. Fyrir það og allt hennar starf viljum við […]