Friður sé með þér

Morgunbæn á Rás 1, þriðjudaginn 20. janúar: Góðan dag kæri hlustandi. Ég vona að þú hafir hvílst vel í nótt og að svefninn hafi verið þér endurnærandi og góður. Einn fallegasti hluti messunnar í kirkjunni er það sem við köllum friðarkveðju. Þá snýr presturinn sér að söfnuðinum og segir eða syngur: Friður Drottins sé með […]

Taktu þér tíma

Morgunbæn á Rás 1, mánudaginn 19. janúar: Góðan dag kæri hlustandi. Ég heilsa þér í upphafi vinnuvikunnar og vona að nóttin hafi verið þér góð. Tíminn er merkilegt fyrirbæri. Hann líður áfram, stund fyrir stund, mínútu fyrir mínútu. Stundum alltof hægt og stundum of hratt.

Hvíldardagur

Morgunbæn á Rás 1, sunnudaginn 18. janúar. Góðan dag kæri hlustandi. Ég vona að nóttin hafi verið þér góð. Í dag er sunnudagur. Hvíldardagur. Stundum er svo mikill ys og þys í kringum okkur. Og það getur verið krefjandi að lifa í heimi sem er fullur af snjalltækjum og samskiptamiðlum. Þá er gott að taka […]

Hvernig lítur helgin þín út?

Morgunbæn á Rás 1, laugardaginn 17. janúar. Góðan dag, kæri hlustandi. Ég vona að þú hafir sofið vel í nótt. Þá er helgin runnin upp. Fyrir mörgum eru helgarnar hvíldartími, tækifæri til að skipta um gír og endurnærast. Hvernig lítur helgin þín út? Er allt skipulagt í ystu æsar? Ertu að vinna um helgina? Er […]

Stráið og fingurgómarnir

Morgunbæn á Rás 1, föstudaginn 16. janúar. Góðan dag kæri hlustandi. Ég vona að nóttin hafi verið þér góð og að þú hafir hvílst vel. Ég skoðaði mynd um daginn. Sumarmynd af barni sem virti virða fyrir sér strá. Ósköp hversdagslegt strá eins og vex í hverjum garði alveg án þess að nokkur hafi milligöngu […]

Velkominn

Morgunbæn á Rás 1, fimmtudaginn 15. janúar. Góðan dag kæri hlustandi. Ég vona að nóttin hafi verið þér góð og að þú hafir vaknað vel í dag. Hvað leitar á hugann á morgnana? Eru það verkefni dagsins? Væntingarnar til hans? Hvað vilt þú að komi út úr þessum degi? Hvað langar þig að upplifa í […]