Category: Kirkjan

 • Þjónandi forysta og þátttökukirkjan

  Þjónandi forysta er nálgun við stjórnunarhætti í fyrirtækjum, hreyfingum og stofnunum sem gengur út frá gildi þjónustunnar í samskiptum og stefnumótun. Rannsóknir sýna að þjónandi forysta leiðir til valddreifingar, uppbyggilegra samskipta, starfsánægju, árangurs í starfi og samfélagslegrar ábyrgðar. Í síðustu viku var haldin ráðstefna í Skálholti á vegum þekkingarseturs um þjónandi forystu um hugmyndafræði og […]

 • Myndir frá prédikunarseminari

  Í vikunni var haldið árlegt prédikunarseminar Kjalarnessprófastsdæmis. Þar hlustuðum við á góða fyrirlestra dr. Wilfried Engemann um sýnina á manneskjuna í helgihaldinu og um ást og frelsi sem meginstef prédikunarinnar. Við hlustuðum líka á fjórar prédikanir þar sem lagt var út frá altaristöflunum í kirkjum prestanna og áttum gagnlegt samtal um þær. Við tókum líka […]

 • Fortune

  Marie M. Fortune er á leiðinni til Íslands. Hún er einn virtasti sérfræðingur heims á sviði fræðslu- og forvarnarmála um kynferðislegt ofbeldi. Á morgun talar hún á málþingi í Háskóla Íslands og á miðvikudaginn heldur hún námskeið í Neskirkju. Við ætlum að hlusta á hana og læra af henni. Ps. Fortune skrifaði bloggfærslu á dögunum […]

 • Íslenskir prestar í íslenskum kvikmyndum

  Prestar eru sýnilegir í íslenskum bíómyndum og oft eru þjónandi prestar fengnir í hlutverkið. Sú er raunin í tveimur nýlegum kvikmyndum. Í Borgríki hefur sr. Kristinn Ágúst Friðfinnsson góða nærveru í sálgæsluviðtali við eina aðalpersónu myndarinnar og í Eldfjalli söng sr. Kristján Björnsson yfir moldum einnar aðalpersónunnar.

 • Áhyggjur af nýliðun

  Pétur Björgvin er djákni sem hefur áhyggjur af nýliðun í prestastétt.

 • Lítum ekki undan

  Saga Guðrúnar Ebbu lætur ekkert okkar ósnortið. Við eigum varla orð til að lýsa því hvað okkur finnst hún hugrökk og sterk að deila hræðilegri reynslu af kynferðisofbeldi af hendi föður síns. Föður sem var líka prestur sem varð biskup og æðsti embættismaður þjóðkirkjunnar. Þegar við stöndum andspænis svona hryllingssögu vakna sterkar tilfinningar. Við spyrjum […]