Skírnarskoðun

Ég fylgdi prófastinum okkar Kristínar í vísitasíu í Mosfellsprestakalli í vikunni. Við skoðuðum meðal annars Lágafellskirkju og þar er þessi skírnarfontur. Skírnin er annað tveggja sakramenta í lúthersku kirkjunni, hitt er heilög kvöldmáltíð. Sakramenti köllum við athafnir sem miðla náð Guðs með áþreifanlegum hætti.

Bjart er yfir Betlehem

Guðsþjónustunni í Langholtskirkju í gær lauk með því að kirkjugestir stóðu í tveimur röðum sem náðu frá altarinu og út að kirkjudyrum. Ungir sem aldnir héldu á kertum sem við fengum í upphafi guðsþjónustunnar. Ljósin voru slökkt, logi sóttur á altariskerti og látinn ganga út kirkjuna. Þegar kveikt hafði verið á öllum kertunum settist Jónsi […]