Tag: aðventa

 • Þegar skammdegið er mest

  Þegar skammdegið er mest kveiki ég aðventuljós og minnist jólanna sem nálgast … Jesú sem fæddist í Betlehem … boðskapar englanna um frið á jörð … stjörnunnar sem lýsir okkur til Jesú Megi ljós aðventunnar minna mig á ljós himnanna. Á öðrum sunnudegi í aðventu langar okkur að deila með þér þessari bæn úr Bænabók […]

 • Aðventukransinn og þau sem vantar

  Fyrsta aðventukertið minnir á ástvinina sem eru ekki lengur með okkur. Við nemum staðar, nefnum nafnið þeirra, rifjum upp röddina þeirra, andlitið þeirra og allar minningarnar sem tengjast þeim og jólatímanum. Við tendrum ljós, felum þau Guði og þökkum fyrir það sem lífið þeirra gaf okkur. Aðventan og minningarnar, pistill á vef Laugarneskirkju.

 • Bráðum

  Aðventan kom með látum þetta árið, með óveðri og aflýstum aðventukvöldum. Lætin eru skemmtileg andstæða við innreið Jesú í Jerúsalem sem einkenndist öðru fremur af látleysi. Aðventan er tími eftirvæntinganna, nú hefst undirbúningurinn fyrir alvöru, nú hefst biðin og allt miðar að stundinni helgu þann tuttugusta og fjórða. Okkur finnst sálmurinn hans Arnar Arnarsonar sem er tónlistarstjóri Fríkirkjunnar […]

 • Jafn gott og jólalögin

  Það er gaman að ganga um miðbæinn í Reykjavík árla dags eða þegar liðið er á daginn á aðventunni. Þá birtist ljóslifandi hugmyndaauðgi fólksins sem starfar í verslunum og hefur skreytt hús og glugga. Fallegar skreytingar lyfta hug í hæðir rétt eins og uppáhalds jólalög og sálmar gera. Ég fann þetta jólatré sem er gert […]

 • Hjarta aðventunnar

 • Ljósberi í myrkri ofbeldis

  Í dag, 13. desember, er messudagur heilagrar Lúsíu sem lifði á Sikiley undir lok þriðju aldar og lét að öllum líkindum lífið í ofsóknum Díokletíanusar árið 304. Í okkar heimshluta birtast Lúsíuminnin helst í sænskum þjóðháttum sem hafa að einhverju leyti skolast hingað á land en í kirkjuhefðinni er Lúsía verndardýrlingur blindra, veikra barna, bænda, […]