Biblíublogg 16: Lúther og Biblían

Biblían var í brennidepli í lífi Lúthers og siðbótarinnar allrar. Sem prófessor í Wittenberg kenndi Marteinn Lúther ritskýringu Biblíunnar, hann ritaði fjölda skýringarrita við rit Biblíunnar, hann þýddi Biblíuna á þýsku og sem prestur prédikaði hann úr Biblíunni allt sitt líf. Í augum Marteins Lúthers var mikilvægast af öllu að fólk gæti lesið og skilið Biblíuna. […]

Biblíublogg 14: Guð í rauðri skikkju

Eitt af því sem siðbótarmaðurinn Marteinn Lúther lagði áherslu á var að Biblían væri þýdd á móðurmálið. Hann sinnti þessu þýðingarstarfi sjálfur, þýddi Nýja testamentið á meðan hann var í útlegð í kastalanum í Wartburg. Það kom út árið 1522. Svo hélt hann áfram þýðingarstarfinu í samvinnu við aðra eftir að hann sneri aftur til […]

Biblíublogg 4: Lifandi og túlkað trúarrit

Í öðru Biblíublogginu skrifuðum við að aðferðarfræði kristins fólk við að lesa Biblíuna fælist í að nota hana sjálfa sem gleraugu eða linsu. Þetta er gert í hverri einustu guðsþjónustu. Þar eru lesnir þrír textar úr Biblíunni, einn úr Gamla testamentinu og tveir úr Nýja testamentinu. Að auki eru ótal vísanir í texta Biblíunnar í […]

Biblíublogg í febrúar

Í ár á Hið íslenska Biblíufélag 200 ára afmæli og er því með eldri félögum á landinu. Í tilefni þess langar okkur að setja Biblíuna á dagskrá í bloggheimum. Við ætlum að nota allan næsta mánuð til þess. Ástæðan er sú að í febrúar er Biblíudagurinn og þá setja kirkjur og söfnuðir fókus á Biblíuna […]