Biblíublogg 26: Biblían er á toppi vinsældarlistans

Í toppsæti vinsældarlista Rásar 2 þessa vikuna trónir lagið Af ávöxtunum skuluð þér þekkja þá með Jónasi Sigurðssyni og ritvélum framtíðarinnar. Lagið var frumflutt í mótmælum á Austurvelli í nóvember og gefið út á þessu ári. Í textanum er vísað í tollheimtumenn (sbr. Matt 9.10), sannleikann (sbr. Jóh 18.38), aldingarðinn Eden (sbr. 1Mós 2-3), gullkálfinn […]

Biblían og Ásatrúarmenn

Hilmar Örn Hilmarsson, allsherjargoði: Þetta hefur verið mikil eyðimerkurganga. Orðin lét Hilmar Örn falla í viðtali við Fréttablaðið. Tilefnið er löng bið þeirra Ásatrúarmanna eftir hofi. Orðatiltækið á rætur að rekja til Biblíunnar og vísar til Ísraelsmanna sem voru 40 ár í eyðimörkinni, sbr. orðin í Jósúa 5.6: Í fjörutíu ár gengu Ísraelsmenn um eyðimörkina […]